Þriðjudaginn 16. desember áttum við frábæran dag í skólanum þar sem skólavinir skáru út laufabrauð saman ásamt nokkrum vinum okkur úr félagi eldri borgara í Hörgársveit. Dagurinn var einstaklega vel heppnaður og færum við þeim bestu þakkir fyrir alla aðstoðina en þau voru okkur innan handar bæði við útskurð og steikingu. Það var notaleg stemning sem myndaðist við að hafa svona breitt aldursbil, einhver barnanna sáu ömmu og afa og aðrir frænda og frænku og vakti það mikla gleði. Hérna má sjá myndir frá deginum.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |