Fréttir

Hrókurinn í heimsókn

Hrafn Jökulsson skákmeistari kom í heimsókn til okkar í dag. Hrafn sagði okkur frá starfi Hróksins í Grænlandi og sýndi okkur myndir þaðan. Síðan tefldi hann fjöltefli við nemendur skólans. Þetta var bæði fróðleg og skemmtileg heimsókn.
Lesa meira

Forvarnarfræðsla fyrir nemendur og foreldra þriðjudaginn 12. febrúar nk.

Á þriðjudaginn kemur fáum við til okkar forvarnafræðslu Magga Stef. Nemendur í 8.-10. bekk fá fræðslu á skólatíma en klukkan 20 á þriðjudagskvöld eru allir foreldrar boðaðir sérstaklega á fræðslu hér í skólanum. Viðburðurinn er samvinnuverkefni foreldrafélagsins og skólans.
Lesa meira

Árshátíð Þelamerkurskóla 2019

Árshátíð Þelamerkurskóla verður haldin í íþróttahúsinu á Þelamörk fimmtudaginn 7. febrúar og hefst skemmtunin stundvíslega kl. 16.30
Lesa meira

Lestrarviðburðir, Gullhilla, sirkuslistir og árshátíðarundirbúningur

Nemendur taka nú af fullum krafti þátt í lestrarátaki Ævars vísindamanns og sýna því mikinn áhuga sem birtist einnig sterkt er blásið er til Allir lesa stundar í skólanum. Sirkuslistir eru komnar í stundaskrá 1.-7. bekkjar og árshátíðarundirbúningur er hafinn að fullu. Smellið á fréttina til að sjá myndir og lesa meira!
Lesa meira

Skólastarf og skólaakstur samkvæmt áætlun í dag fimmtudaginn 10. jan.

Veðrið er að ganga niður og skólastarf og skólaakstur verður með hefðbundnum hætti í dag. Sem fyrr eru foreldrar þó hvattir til að meta stöðuna á hverju heimili fyrir sig.
Lesa meira

Til upplýsingar - Viðbragðsáætlun vegna óveðurs

Í ljósi veðurspár sem boðar býsna mikið hvassvirði í nótt viljum við benda foreldrum og forráðamönnum á að rifja upp viðbragðsáætlun skólans vegna óveðurs og ófærðar. Skólahald er alltaf samkvæmt áætlun þar til annað kemur í ljós. Hér er slóð á viðbragðsáætlunina https://www.thelamork.is/static/files/vidbragdsa-aetlun-vegna-o-vedurs-og-o-faerdar.pdf
Lesa meira

Skólastarf hafið eftir frí

Nú er skólastarfið hafið á ný eftir gott frí og flestir virðast taka rútínunni fagnandi. Framundan er kraftur og einbeiting í náminu auk þess sem stigin verða skref í undirbúningi fyrir árshátíð skólans sem haldin verður þann 7. febrúar nk. Námið sem fram fer í því ferli er ekki síður mikilvægt en annað nám. Við hefum vorönnina full af bjartsýni og krafti til góðra verka.
Lesa meira

Jólaskautadagurinn

Miðvikudaginn 19. desember verður farið með alla nemendur skólans á skauta í Skautahöllinni á Akureyri. Nemendur mæta á venjulegum tíma í skólann og eru með umsjónarkennara í fyrsta tíma.
Lesa meira

Jólaljósadagurinn

Ein af jólahefðum skólans er að allir nemendur skólans fara upp í hlíðina fyrir ofan skólann og kveikja þar á útikerti til að fagna komu jólanna.
Lesa meira