Nemendur í 1.-4. bekk fengu skemmtilega heimsókn miðvikudaginn 29. október þegar þrír frábærir tónlistarmenn, Ingibjörg, Sunna og Leifur, fluttu verkefnið Jazzhrekkur. Þau spiluðu spriklandi nýja jazztónlist en lögin fjölluðu um fyrirbæri tengd hrekkjavöku; drauga, nornir, afturgöngur og kóngulær. Krakkarnir sem og fullorðna fólkið sem horfðu á voru hugfangin allan tímann og nutu skemmtunarinnar í botn. Hérna eru myndir og myndbönd frá viðburðinum.