Nemendur í 1.-6. bekk tóku þátt í svakalegu lestrarkeppninni og stóðu sig frábærlega! Niðurstöður eru komnar í hús og lenti Þelamerkurskóli í 11. sæti af 90 skólum! Frábær árangur hjá okkur krökkum en þau lásu að meðaltali 993 mínútur á hvern nemanda þennan mánuð sem keppnin stóð yfir. Tæplega 17 þúsund nemendur tóku þátt í keppninni á landsvísu.
Til hamingju með árangurinn kæru nemendur!