Föstudaginn 31. október héldum við hrekkjavökudag í skólanum. Fjölmargar kynjaverur voru á sveimi um skólann, þar mátti sjá drauga, afturgöngur, nornir og alls konar skemmtilegt og á köflum hrollvekjandi. Nemendur og starfsfólk áttu frábæran dag saman! Hérna eru myndir frá hrekkjavökudeginum okkar.
Á miðvikudaginn fóru nemendur í 1.-4. bekk í hrekkjavökubingó í íþróttatíma. Það var gríðarlegt stuð og mikið fjör! Ragna slökkti ljósin og þurftu nemendur að vinna bingóið í sameiningu með vasaljós við hönd. Hérna eru myndir af 3. og 4. bekk en þau skemmtu sér konunglega!