Grunnskólamótið á Laugum

Skólinn okkar átti frábæran dag á Grunnskólamóti í íþróttum sem fram fór á Laugum föstudaginn 3. október. Alls fóru 23 nemendur frá 7-10. bekk sem tóku þátt í mótinu og kepptu í fjölbreyttum íþróttagreinum eins og þrautabraut, skotbolta, blaki og körfubolta. Stemningin var frábær allan daginn og allir lögðu sig fram við að ná sem bestum árangri. Nemendur voru til fyrirmyndar og stóðu sig vel sama hvort það var á vellinum, í hvatningarliðinu eða versla í sjoppunni og njóta.

Boðið var upp á smá kvöldskemmtun eftir kvöldmatinn þar sem nemendur tóku þátt í feluleik í framhaldsskólanum og svo stoppdansi. Dagurinn var frábær og nemendur stóðu sig með prýði.

Hérna eru myndir.