Fréttir

Skólastarf og skólaakstur samkvæmt áætlun í dag fimmtudaginn 10. jan.

Veðrið er að ganga niður og skólastarf og skólaakstur verður með hefðbundnum hætti í dag. Sem fyrr eru foreldrar þó hvattir til að meta stöðuna á hverju heimili fyrir sig.
Lesa meira

Til upplýsingar - Viðbragðsáætlun vegna óveðurs

Í ljósi veðurspár sem boðar býsna mikið hvassvirði í nótt viljum við benda foreldrum og forráðamönnum á að rifja upp viðbragðsáætlun skólans vegna óveðurs og ófærðar. Skólahald er alltaf samkvæmt áætlun þar til annað kemur í ljós. Hér er slóð á viðbragðsáætlunina https://www.thelamork.is/static/files/vidbragdsa-aetlun-vegna-o-vedurs-og-o-faerdar.pdf
Lesa meira

Skólastarf hafið eftir frí

Nú er skólastarfið hafið á ný eftir gott frí og flestir virðast taka rútínunni fagnandi. Framundan er kraftur og einbeiting í náminu auk þess sem stigin verða skref í undirbúningi fyrir árshátíð skólans sem haldin verður þann 7. febrúar nk. Námið sem fram fer í því ferli er ekki síður mikilvægt en annað nám. Við hefum vorönnina full af bjartsýni og krafti til góðra verka.
Lesa meira

Jólaskautadagurinn

Miðvikudaginn 19. desember verður farið með alla nemendur skólans á skauta í Skautahöllinni á Akureyri. Nemendur mæta á venjulegum tíma í skólann og eru með umsjónarkennara í fyrsta tíma.
Lesa meira

Jólaljósadagurinn

Ein af jólahefðum skólans er að allir nemendur skólans fara upp í hlíðina fyrir ofan skólann og kveikja þar á útikerti til að fagna komu jólanna.
Lesa meira

Ævar Þór rithöfundur heimsækir ÞMS

Ævar Þór Benediktsson heimsótti skólann í dag. Hann las upp úr nýrri bók sinni Þitt eigið tímaferðalag við mikla hrifningu áheyrenda.
Lesa meira

Gunnar Helgason í heimsókn í skólanum

Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur kom í heimsókn til okkar 21. nóvember og las upp úr nýjustu bók sinni sem heitir Siggi sítróna. Það er óhætt að segja það að nemendur hafi verið hlustað af mikilli athygli enda kann Gunnar svo sannarlega að fanga augnablikið. Við þökkum Gunnari kærlega fyrir heimsóknina og bíðum spennt eftir næstu bók.
Lesa meira

Þemavika - samstarf Þelamerkurskóla, Grenivíkurskóla, Hrafnagilsskóla og Tónlistarskóla Eyjafjarðar 13.-16. nóv.

Í tilefni af 30 ára afmæli Tónlistarskóla Eyjafjarðar ætla ofangreindir skólar að vinna saman að því að kortleggja og læra um hernámsárin. Þemavinnan endar með stórkostlegri hátíðardagskrá í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla á Degi íslenskrar tungu, föstudaginn 16. nóvember nk. Foreldrar og forráðamenn sem og sveitungar allir eru velkomnir á lokahátíðina á föstudaginn. Dagskráin hefst í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla kl 13 og stendur til kl 15. Á kaffihúsi nemenda verður hægt að kaupa kaffi og kruðerí meðan hlýtt er á tónlistaratriði frá nemendum.
Lesa meira