24.09.2020
Í vali í haust hafa nokkrir drengir tekið að sér að smíða hjólabrettaramp fyrir skólann sem settur verður upp í námunni norðan við Laugaland. Eiríkur Helgason snjóbrettasnillingur frá Sílastöðum var okkur innan handar við hönnunina og hefur gefið okkur góð ráð. Rampurinn verður 3.80 metrar á breidd og um 5 - 6 metrar á lengd. Hann er settur saman úr fimm einingum. Verkið gengur vel og meðan veðrið helst gott heldur smíðin áfram. Vegna stærðar rampsins er ekki hægt að smíða hann inni.
Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í valtíma í dag.
Lesa meira
22.09.2020
Fíni matjurtargarðurinn okkar sem útbúinn var sl. vor er sannarlega að skila af sér. Í dag fóru nemendur 3. og 4. bekkjar út að taka upp kartöflur og eftir að hafa unnið eins og berserkir þar til búið að var að fínkemba kartöflugarðinn, fengu allir að taka upp eina gulrót á mann auk þess sem við sóttum okkur rófur og hnúðkál til að gæða okkur á í ávaxtastundinni. 1. og 2. bekkur höfðu fyrr í mánuðinum farið út og tekið upp nokkur kíló af kartöflum fyrir Óla kokk auk þess sem fleiri nemendur hafa sótt í soðið með sínum kennurum.
Lesa meira
21.09.2020
Við Þelamerkurskóla eru laus til umsóknar staða umsjónarkennara á yngsta stigi. Óskað er eftir að ráða fjölhæfan, sveigjanlegan, hlýjan og skapandi grunnskólakennara með mikla hæfni í samskiptum við börn. Umsjónarkennarinn vinnur í kennarateymi 1.-4. bekkjar. Í skólanum eru samtals 65 nemendur.
Í Þelamerkurskóla er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er heilsueflandi skóli auk þess sem áhersla er lögð á rafræna kennsluhætti, útikennslu og skapandi starf.
Helstu verkefni
● Annast almenna umsjónarkennslu í teymi með öðrum umsjónarkennara í 1.-4. bekk.
● Stuðla að velferð og framförum nemenda í góðu samstarfi við foreldra/forráðamenn og stoðþjónustu innan
skólans sem utan.
Menntunar- og hæfniskröfur
● Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
● Þekking á og reynsla af innleiðingu og notkun Byrjendalæsis.
● Reynsla af starfi með fjölbreyttum nemendahópi.
● Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
● Áhugi á að ná fram því besta úr hverjum nemanda.
● Færni í samvinnu og teymisvinnu.
● Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störf við skólann. Umsóknarfrestur er t.o.m. 5. október 2020. Ferilskrá og umsókn í formi greinargerðar skal senda á netfang skólastjóra ragnheidurlilja@thelamork.is Upplýsingar um Þelamerkurskóla er að finna á heimasíðu skólans, https://www.thelamork.is/ Frekari upplýsingar veitir Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, skólastjóri, ragnheidurlilja@thelamork.is og í síma 460-1770/866-4085.
Lesa meira
16.09.2020
Á degi íslenskrar náttúru, sem er 16. september ár hvert, vinna margir skólar að einhverjum verkefnum sem tengjast náttúrunni. Markmiðið er að auka meðvitund, áhuga og þekkingu á náttúrunni, nærumhverfinu og samspili manns og náttúru. Jafnframt er tilgangurinn að efla þekkingarleit og áhuga nemenda á náttúruskoðun og tengja það fjölbreyttri leið til rannsókna, sköpunar og miðlunar. Í haust fengu nemendur 5. - 8. bekkjar boð um að koma í heimsókn til hjónanna á Hólum Öxnadal, þeirra Sifjar og Óla og þótti tilvalið að fara í þá heimsókn á þessum degi.
Lesa meira
11.09.2020
Eins og vant er stóðu nemendur sig með stakri prýði í Norræna skólahlaupinu sem haldið var síðasta mánudag. Veðrið var milt og gott þennan fallega haustdag. Að loknu hlaupi gátu allir gátu farið í sund, heitan pott og sturtu í Jónasarlaug. Eftir hádegið var svo kennt samkvæmt stundaskrá. Hér eru nokkrar myndir frá hlaupinu.
Lesa meira
09.09.2020
Útivistarvalið fór í veiðiferð í Hörgá í blíðskaparveðri í dag og fékk þessa fínu leiðsögn frá Helga, Svönu og Munda. Veiðin gekk svona la la til að byrja með, einn steinn kom á land og svona en á lokametrunum veiddist ein bleikja og önnur slapp við bakkann. Þá hljóp kapp í mannskapinn og fáir í stuði til að hætta og náðum við heim akkúrat þegar rúturnar voru að gera sig klárar fyrir heimferð. Magnaður dagur í fallegu umhverfi, góðum félagsskap og frábæru veðri :)
Lesa meira
04.09.2020
Þrátt fyrir þokuslæðing og vætu á köflum létu nemendur og starfsfólk engan bilbug á sér finna og áttu góðan útivistardag sl. miðvikudag. Fjórar ferðir voru á dagskrá og þótt tveir áfangastaðir hafi breyst vegna veðurs hélst fyrirkomulag ferðanna nokkuð svipað. Krakkarnir glímdu við miskrefjandi verkefni í t.d. göngu eða hjólreiðum, en allir stóðu sig frábærlega og voru ánægðir með sig að ferð lokinni. Sundlaugin yljaði þreyttum kroppum eftir atið og í mötuneytinu var boðið upp á skúffuköku og mjólk í kaffitímanum, áður en haldið var heim á leið.
Lesa meira
28.08.2020
Áætlað er að vera með útivistardag haustannar miðvikudaginn 2. september. Dagurinn verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, þ.e farið verður í með 1. – 4. bekk í þægilega gönguferð en 5. – 10. bekkur hefur val um þrjár leiðir. Þar sem enn á eftir að útfæra nokkur atriði betur verða nánari upplýsingar um útivistardaginn sendar til ykkar í tölvupósti næsta mánudag. Þetta er langur dagur svokallaður tvöfaldur skóladagur og því verður heimferð nemenda ekki fyrr en kl. 16.00.
Eftir ferðirnar geta nemendur farið í sturtu og sund og því þurfa þau að muna eftir sundfötunum
Lesa meira
25.08.2020
Þelamerkurskóli var settur í Mörkinni mánudaginn 24. ágúst. Veðrið var eins og best á var kosið sól og hiti. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á skólasetningunni.
Lesa meira
04.08.2020
Samkvæmt ákvæðum í skólastefnu Hörgársveitar frá árinu 2016 fór fram endurskoðun á stefnunni sl. skólaár. Nú hefur ný og endurskoðuð skólastefna litið dagsins ljós og hana má finna á heimasíðu Hörgársveitar eða á þessari slóð hér. Eins má smella á Skólastefnuhnapp neðarlega til hægri á heimasíðu skólans.
Lesa meira