Skólahreysti 2024

Skólahreysti 2024 fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þriðjudaginn 30. apríl. Að sjálfsögðu teflir Þelamerkurskóli fram liði eins og síðustu ár. Við munum keppa í riðli sem byrjar kl 20:05 en húsið opnar kl 19:00. Einkennislitur skólans er lime-grænn. Liðið okkar í ár er skipað sömu nemendum og í fyrra, í hraðabrautina fara þau Jósef Orri Axelsson og Sandra Björk Hreinsdóttir, Björn Sigurður Kristinsson keppir í upphýfingum og dýfum og í hreystigreip og armbeygjum keppir Ester Katrín Brynjarsdóttir. Á keppnina mætir að sjálfsögðu mikið klapplið, bæði nemendur og starfsfólk, og því hvetjum við allar sveitunga til að koma í höllina og styðja við bakið á þessum snillingum sem ætla að keppa fyrir hönd skólans. 

Frá áramótum höfum við verið með skólahreystival undir umsjón Rögnu íþróttakennara og hefur það gengið mjög vel. Það er alltaf áhugi fyrir þessari keppni hér í skólanum og því alltaf mikil stemming. Í ár verður engin undantekning á því og hefur hún líklega aldrei verið meiri.

Keppnin verður sýnd í beinni útsetningu á RÚV.