Útivistardagur í Hlíðarfjalli 5. mars sl.

Dásamlegt veður í fjallinu
Dásamlegt veður í fjallinu

Útivistardagurinn okkar í Hlíðarfjalli þriðjudaginn 5. mars heppnaðist frábærlega. Veðrið lék við okkur, færið var gott og brosandi andlit um allar trissur. Við lögðum af stað frá skólanum kl. 10 og skíðuðum til að verða tvö. Nemendum var boðið upp á grillaðar pylsur, safa, kakó, kex, orkumola og ávexti. Meiriháttar dagur í alla staði! Hér má sjá myndir frá deginum.