Fréttir

Enginn skíðaskóli í dag og frestun á útivistardegi

Fjallið er lokað enn sem komið er í dag vegna vinds og því verður ENGINN SKÍÐASKÓLI hjá 1.-4. bekk í dag. Á morgun og á fimmtudag er mikil vindaspá í fjallinu og því hefur verið ákveðið að gera eftirfarandi breytingar: Skíðaskóli sem átti að vera í dag FÆRIST TIL NK. MÁNUDAGS. Útivistardagur sem átti að vera á morgun FÆRIST TIL NK. ÞRIÐJUDAGS.
Lesa meira

Enginn skíðaskóli í dag, fimmtudag, vegna veðurs

Annar dagur skíðaskólans fellur niður í dag þar sem Hlíðarfjall er lokað vegna veðurs. Við stefnum ótrauð á að komast í skíðaskólann á mánudaginn.
Lesa meira

Færð að morgni fimmtudags 11. mars

Þegar við héldum að vorið væri að koma ákvað veturinn að minna á sig. Staðan núna um 7 leytið er eftirfarandi: Bárulundur - Gilsbakki - Möðruvellir - Fornhagi - Þelamerkurskóli (græn leið) - Verið er að moka Dalvíkurveginn en það mun taka töluverðan tíma. Skólabíl mun af þeim sökum seinka nokkuð og stefnt er að því að hann leggi af stað klukkan 9.00. Ef seinkunin verður meiri en það, mun bílstjóri láta foreldra vita. Engimýri - Myrkárbakki - Langahlíð - Þelamerkurskóli (um Þelamerkurveg) (blá leið) - Betra veður í Öxnadal og Siggi fer af stað á réttum tíma. Hann verður í sambandi við sitt fólk ef einhver seinkun verður. Lónsbakki - Pétursborg - Eyrarvík - Moldhaugar - Þelamerkurskóli (gul leið) -- Heldur áætlun. Óvíst er með færð í Skottinu en ef bílstjóri sér fram á seinkun eða ófærð þar, mun hann hafa samband við foreldra.
Lesa meira

Enginn skíðaskóli í dag vegna veðurs

Fyrsti dagur skíðaskólans fellur niður í dag þar sem Hlíðarfjall er lokað vegna veðurs. Við vonum það besta á morgun.
Lesa meira

Stóra Upplestrarkeppnin 2021

Þriðjudaginn 9. mars var Stóra upplestrarkeppnin haldin í Menntaskólanum á Akureyri. Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk er árlegt samvinnuverkefni flestra grunnskóla á landinu og Radda, samtaka um vandaðan upplestur. Í verkefninu fá allir nemendur í 7. bekk markvissa þjálfun í upplestri og framkomu. Skáld hátíðarinnar voru Kristján frá Djúpalæk og Bergrún Íris Sævarsdóttir. Fulltrúar Þelamerkurskóla í ár voru Anna Lovísa Arnardóttir og Helena Arna Hjaltadóttir nemendur í 7. bekk. Þær stóðu sig mjög vel og við erum virkilega stolt af þeim. Anna Lovísa fékk önnur verðlaun fyrir sinn lestur. Þátttökuskólar að þessu sinni voru Dalvíkurskóli, Grunnskólinn Fjallabyggð, Hrafnagilsskóli, Grenivíkurskóli og Þelamerkurskóli.
Lesa meira

Þorrablót 1. - 6. bekkjar

Hið árlega þorrablót 1. - 6. bekkjar var haldið í skólanum í dag. Nemendur borðuðu þorramat og sungu þorrasöngva með undirleik Jóns Þorsteins tónmenntakennara. Eins og hefð er fyrir var skipulag dagsins í höndum 6. bekkjar og umsjónarkennara þeirra. Skemmtunin tókst mjög vel og allir nutu þess að borða þorramatinn. Hér má sjá nokkrar myndir frá skemmtuninni.
Lesa meira

Upplestrarhátíð ÞMS 2021

Í gær, fimmtudaginn 25. febrúar fór upplestrarhátíð skólans fram. Á henni lesa nemendur 7. bekkjar upp fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Úr hópnum velur dómnefnd fulltrúa skólans til að lesa á lokahátíð Stóru upplestrakeppninnar. Að þessu sinni skipuðu dómnefndina Helga Hauksdóttir, Margrét Sverrisdóttir og Snorri Finnlaugsson. Allir nemendur lásu sérstaklega vel og var dómnefndinni sannarlega vandi á höndum. Dómnefndin valdi Helenu Örnu Hjaltadóttur og Önnu Lovísu Arnardóttur til að verða fulltrúa skólans á lokahátíðinni sem fer fram þann 9. mars nk. Lokahátíðin fer fram í Menntaskólanum á Akureyri þann 9. mars og hefst kl. 17.00. Hér eru myndir sem teknar voru á upplestrarhátíðinni.
Lesa meira

Öskudagsgleði í ÞMS - myndir

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í skólanum daginn fyrir öskudag eins og undanfarin ár. Nemendur og starfsfólk klæddust grímubúningum og grínuðu og glensuðu. Kötturinn var slegið úr tunnunni og þetta árið var það Jónatan Smári sem var tunnukóngur skólans. Síðan hófst söngvakeppni öskudagsliða. Eftir söngvakeppnina var síðan dansað og sprellað fram að heimferð.
Lesa meira

Öskudagsgleði í ÞMS þriðjudaginn 16. febrúar

Eins og hefð er fyrir verður öskudagsgleði Þelamerkurskóla á sprengidaginn sem er þriðjudaginn 16. febrúar. Nemendur geta komið strax um morguninn í búningum sínum og máluð, en fram að hádegi er kennt samkvæmt stundaskrá. Hádegismatur verður frá kl. 12.00 – 12.30 og frá 12.30 – 13.00 undirbúa nemendur sig fyrir öskudagsballið. Þeir sem þurfa aðstoð við málun fá hana í stofu 3. Öskudagsskemmtunin hefst á sal kl. 13.00. Dagskrá hennar er: Kötturinn sleginn úr tunnunni Tunnukóngur/drottning krýnd/ur Söngvakeppni öskudagsliða Öskudagsball Úrslit úr söngvakeppninni Marsering undir stjórn elsta námshópsins Skólavinir marsera saman Skólarútur fara heim á venjulegum tíma eða kl. 14.25. ATH: Það verður vetrarleyfi í skólanum 17. - 19. febrúar
Lesa meira

Allir lesa

Hinn mánaðarlegi læsisviðburður okkar í skólanum, Allir lesa, var í dag. Nemendur þekkja Allir lesa vel og kalla eftir því ef þeim finnst tíminn fram að næsta Allir lesa of lengi að líða. Nemendur dreifa sér um skólann með lesefni í hönd og á hverju svæði er fullorðinn lestrarfyrirmynd.
Lesa meira