Litlu jól nemenda

Á litlu jólunum áttu nemendur og starfsfólk góðar stundir saman. Í skólanum héldu nemendur stofujól með kennurum sínum og í Möðruvallakirkju sungum við saman og nutum tónlistarflutnings frá hæfileikaríkum nemendum. Eftir að hafa snætt saman hátíðarmat við dekkað langborð var svo dansað í kringum jólatréð áður en nemendur héldu í jólafrí. 

Hér eru myndir frá litlu jólunum.