Seinkun á skólabyrjun fimmtudaginn 25. jan. 2024

Nú gengur yfir rok hvellur af stærri gerðinni og komin er appelsínugul viðvörun fyrir okkar landssvæði.

Vegna þessa verðum við að SEINKA SKÓLABYRJUN og gerum ráð fyrir að skólabílar fari af stað klukkan 10 að öllu óbreyttu. Þá á mesta rokið að vera farið austur yfir.

EF breyting verður á, sendum við nýjan póst er nær dregur.