Þorrablót 1.-6. bekkjar

Þorrakræsingar
Þorrakræsingar

Þann 26.janúar síðastliðinn héldu nemendur 6. bekkjar í Þelamerkurskóla þorrablót og buðu nemendum í 1.-5.bekk. Nemendur í 6. bekk sömdu sjálf handrit, hjálpuðust að við að skrifa brandara og gátur, skipuleggja leiki, raða upp borðum og stólum, merkja borð í matsalnum, stjórna leikjum og margt fleira. Veislustjórar voru þau Hjördís Emma, Heiðar Aron og Júlian Míó og stýrðu þau þorrablótinu með glæsibrag. Við erum mjög stolt af nemendum okkar og eiga þeir hrós skilið fyrir að standa sig vel, bæði í undirbúning og á þorrablótinu sjálfu. Samvinna, hjálpsemi og gleði var einkennandi á þessum degi sem heppnaðist afar vel! 

Hér eru myndir frá þorrablótinu.

Hérna eru myndir frá sviðasultugerð sem nemendur gerðu sjálf fyrir þorrablótið.