17.02.2020
Fimmtudaginn 13. febrúar fór miðstig í heimsókn í Nonnahús. Þar var búið að setja upp sýningu á hlutum sem tengjast vinnslu mjólkurafurða í gamla daga og fengum við fræðslu um matarframleiðslu og geymsluaðferðir fyrri tíma. Ragna Gestsdóttir tók á móti hópnum og sýndi okkur meðal annars hvernig rjómi verður að smjöri og bauð okkur að smakka mysu og sviðasultu. 6. bekkingar munu búa til sviðasultu nú í vikunni sem borðuð verður á þorrablóti sem þeir halda nk. föstudag fyrir 1. - 6. bekk.
Lesa meira
13.02.2020
Eins og flestir hafa séð, er veðurspá fyrir morgundaginn afar slæm og gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun um allt land. Með henni fylgja orðin „ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi“. Ríkislögreglustjóri hefur auk þess lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið.
Í ljósi þessa upplýsinga hefur verið tekin ákvörðun um að skólahald í Þelamerkurskóla fellur niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar.
Lesa meira
12.02.2020
Árshátíð Þelamerkurskóla fór fram í íþróttahúsinu á Þelamörk fimmtudaginn 6. febrúar.
Lesa meira
31.01.2020
Árshátíð Þelamerkurskóla verður haldin fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16.30. Allir velkomnir!
Lesa meira
17.01.2020
Í útiskóla var í vikunni verið að vinna með snjóinn og snjókornin því þau eru svolítið eins og við: engin tvö eru eins. Snjórinn var nýttur eins og blað og nemendur mótuðu og máluðu snjókorn. Eftir það var farið í stóru brekkuna norðan við skólann þar sem þoturassarnir komu að góðum notum. Hlátrasköll, tónlist og rjóðar kinnar voru einkennismerki þess fjöruga hóps sem stundaði útinám þennan miðvikudag.
Lesa meira
16.01.2020
Þriðjudaginn 28. janúar verður boðið upp á kynfræðslu fyrir 5.-7. bekk annars vegar og 8.-10. bekk hinsvegar á vegum Siggu Daggar kynfræðings https://www.siggadogg.is/. Auk þess verður boðað verður til foreldrafundar þar sem Sigga Dögg mun halda fyrirlestur um leiðir til að ræða um kynlíf við unglinga.
Lesa meira
09.01.2020
Skólahald verður skv. áætlun í dag en skólaakstur á leiðinni Engimýri-Myrkárbakki-Langahlíð fellur því miður niður vegna ófærðar þar. Mokað verður inn að Fornhaga en einhver röskun gæti orðið á tímasetningum þeirrar rútu.
Lesa meira
08.01.2020
Skólahald fellur því miður niður í dag, miðvikudag 8. janúar, vegna ófærðar og versnandi veðurs.
Lesa meira
20.12.2019
Starfsfólk Þelamerkurskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra, ásamt öllum velunnurum skólans gleðilegrar jólahátíðar með von um ljúfar stundir og farsæld á nýju ári. Við þökkum öllum gefandi og gott samstarf á árinu sem er að líða.
Lesa meira
20.12.2019
Á litlu jólunum í Þelamerkurskóla er haldið í fallegar hefðir og er dagurinn einstaklega hugljúfur og skemmtilegur. Þrátt fyrir svolítil ófærðarævintýri á leið í skólann hjá hluta nemendanna áttum við fallegan dag með góðri og gefandi samveru. Dagurinn hófst á tónleikum gítarnemenda skólans ásamt atriði frá Marimba sveit skólans. Við fengum að heyra frásagnir af jólahefðum í Þýskalandi og á Filippseyjum auk þess sem afhent voru verðlaun fyrir hugmyndasamkeppnina um uppbyggingu á námusvæðinu norðan við skólann.
Lesa meira