Fréttir

Landinn okkar í Þelamerkurskóla

Á góðri fréttastofu eru framleiddir fjölbreyttir mannlílfsþættir. Einn þeirra er Landi Þelamerkurskóla. Í Landanum að þessu sinni var fjallað um þemavikuna sem er í gangi auk þess sem tekin voru viðtöl og vinna nemenda skoðuð. Smellið á fréttina til að sjá þáttinn.
Lesa meira

Upphaf þemaviku um Nonna og Manna - viðtöl við nemendur

Í gær hófst þemavika um Nonna og Manna hjá öllum nemendum í Þelamerkurskóla. Síðustu vikur höfum við horft á þættina um Nonna og Manna og í þessari viku fara nemendur á ýmsar stöðvar í fjölbreytta vinna. Við fórum á milli stöðva, kipptum út nokkrum krökkum og tókum viðtal við þau um þemaverkefnið. Smelltið til að sjá fréttaþáttinn.
Lesa meira

Ævar Þór Benediktsson í heimsókn

Það voru mjög spenntir ungir lestrarhestar sem tóku á móti Ævari í dag þegar hann kom í heimsókn til að lesa upp úr nýjustu bók sinni Þinn eigin tölvuleikur. Ævar náði vart inn á skólalóðina áður en fyrsti aðdáandinn kom hlaupandi með bók til að fá áritun! Nemendur hlustuðu af athygli og áhuga og spurningaflóðinu rigndi yfir höfundinn. Við þökkum okkar kæra Ævari kærlega fyrir komuna og hlökkum til að lesa nýju bókina.
Lesa meira

Viðburðarík vika að baki í skólanum

Það er ávallt líf og fjör í skólanum okkar og sumar vikur er meira á dagskrá en aðrar. Síðasta vika var ein þeirra. Heimsóknir bæði frá rithöfundum og kennurum annarra skóla, vettvangsferð í Nonnahús og Laufás, Allir lesa, smáréttagerð hjá unglingunum og Jól í skókassa. Smelltu á fréttina til að lesa um viðburðina og skoða myndir.
Lesa meira

Vettvangsferð í skólanum föstudaginn 1. nóvember.

Nemendur skólans hafa undanfarnar vikur verið að horfa á þættina um þá bræður Nonna og Manna. Vikuna 11. - 15. nóvember verður síðan þemavika um Nonna og Manna í skólanum sem endar á opnu húsi þar sem foreldrar/forráðamenn og aðrir velunnarar skólans geta komið og skoðað afrakstur þemavinnunnar.
Lesa meira

Ófærð og versnandi veður - skólahald fellur niður í dag

Því miður fellur skólahald í Þelamerkurskóla niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. Samkvæmt veðurspá mun auka verulega í snjókomu og vind nú er líða fer á morguninn og því betur heima setið en af stað farið.
Lesa meira

Smíðavöllur - Það er gaman að smíða skip

Fyrir nokkru síðan var settur á fót smíðavöllur fyrir yngri nemendur skólans. Ákveðið var að byrja á því að vera með eitt samvinnuverkefni sem allir tæku þátt í og var ákveðið að smíða skip.
Lesa meira

Gerum gott betra - þróunarverkefni og málþing

Undanfarið ár hefur Þelamerkurskóli ásamt Dalvíkur- og Naustaskóla unnið að þróunarverkefni sem kallast Gerum gott betra. Meginmarkmið verkefnisins er að bæta þjónustu við nemendur sem þurfa mikla námsaðlögun. 9. október nk. verður haldið málþing í Hofi þar sem þátttakendur miðla og ræða um reynslu og lærdóm af verkefninu. Í fréttinni er að finna auglýsingu um málþingið.
Lesa meira

Hreyfivika: Allir dansa - myndband

Í síðustu viku var sérstök hreyfivika í skólanum sem fól það í sér að á hverjum degi var brostið í dans í öllum kennslustofum undir handleiðslu Just dance myndbanda. Í dag söfnuðust allir nemendur og starfsfólk svo saman í íþróttahúsinu og dönsuðu eins og fagmenn, stórir sem smáir. Við hvetjum alla til að horfa til enda því það koma mögnuð atriði undir lokin!
Lesa meira

Hönnun og tækni

Í vetur var ákveðið að bjóða upp á Hönnun og tækni sem valgrein fyrir nemendur í 7.-10. bekk og erum við samhliða því að byggja upp hönnunar og tæknistofu sem smátt og smátt er að verða vel tækjum búin. Í vali í dag voru nemendur að setja saman Róbox vélmenni sem kenna krökkum forritun, rafmagnsfræði, tækni og vísindi á skemmtilegan og skapandi hátt.
Lesa meira