Þann 18. febrúar sl. buðu 6. bekkingar öllum sér yngri nemendum á þorrablót. Nemendur höfðu fyrr í vetur búið sjálfir til hluta af þorramatnum, s.s. slátur og sviðasultu og auk þess var boðið upp á hákarl, súrmat, hangikjöt og allt sem tilheyrir góðu þorrablóti. Flestir nemendur borðuðu vel og smökkuðu jafnvel nýjar afurðir! Nemendur 6. bekkjar stýrðu boðinu vel, Sigrún Magna og Margrét spiluðu undir fjöldasöng og að áti loknu, var boðið upp á skemmtiatriði í stofu 6. bekkinga. Frábær stund. Takk fyrir okkur 6. bekkingar!
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |