23.03.2021			
	
		Æðruleysið heldur áfram að vera okkar helsta dyggð í skólastarfinu og nú hafa borist þær fréttir úr Hlíðarfjalli að þar verði ekki opnað fyrr en seinnipartinn í dag. 
Það verður því hvorki skíðaskóli né útivistardagur í dag. 
Við höldum áfram í bjartsýnina og stefnum á skíðaskóla og útivistardag í vikunni eftir páskafrí. 
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
				
			
					22.03.2021			
	
		Óheppnin heldur áfram að elta okkur og Hlíðarfjall er lokað í dag. Á morgun er fyrirhugaður útivistardagur fyrir allan skólann og sú fjallaferð hefst á skíðaskóla hjá 1.-4. bekk.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
				
			
					16.03.2021			
	
		Fjallið er lokað enn sem komið er í dag vegna vinds og því verður ENGINN SKÍÐASKÓLI hjá 1.-4. bekk í dag. 
Á morgun og á fimmtudag er mikil vindaspá í fjallinu og því hefur verið ákveðið að gera eftirfarandi breytingar:
Skíðaskóli sem átti að vera í dag FÆRIST TIL NK. MÁNUDAGS.
Útivistardagur sem átti að vera á morgun FÆRIST TIL NK. ÞRIÐJUDAGS.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
				
			
					11.03.2021			
	
		Annar dagur skíðaskólans fellur niður í dag þar sem Hlíðarfjall er lokað vegna veðurs. Við stefnum ótrauð á að komast í skíðaskólann á mánudaginn.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
				
			
					11.03.2021			
	
		Þegar við héldum að vorið væri að koma ákvað veturinn að minna á sig. Staðan núna um 7 leytið er eftirfarandi:
Bárulundur - Gilsbakki - Möðruvellir - Fornhagi - Þelamerkurskóli (græn leið)  - Verið er að moka Dalvíkurveginn en það mun taka töluverðan tíma. Skólabíl mun af þeim sökum seinka nokkuð og stefnt er að því að hann leggi af stað klukkan 9.00. Ef seinkunin verður meiri en það, mun bílstjóri láta foreldra vita.
Engimýri - Myrkárbakki - Langahlíð - Þelamerkurskóli (um Þelamerkurveg) (blá leið)  -  Betra veður í Öxnadal og Siggi fer af stað á réttum tíma. Hann verður í sambandi við sitt fólk ef einhver seinkun verður.
Lónsbakki - Pétursborg - Eyrarvík - Moldhaugar - Þelamerkurskóli (gul leið)  --  Heldur áætlun. Óvíst er með færð í Skottinu en ef bílstjóri sér fram á seinkun eða ófærð þar, mun hann hafa samband við foreldra.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
				
			
					10.03.2021			
	
		Fyrsti dagur skíðaskólans fellur niður í dag þar sem Hlíðarfjall er lokað vegna veðurs. Við vonum það besta á morgun.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					10.03.2021			
	
		Þriðjudaginn 9. mars var Stóra upplestrarkeppnin haldin í Menntaskólanum á Akureyri. Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk er árlegt samvinnuverkefni flestra grunnskóla á landinu og Radda, samtaka um vandaðan upplestur. Í verkefninu fá allir nemendur í 7. bekk markvissa þjálfun í upplestri og framkomu. Skáld hátíðarinnar voru Kristján frá Djúpalæk og Bergrún Íris Sævarsdóttir.
Fulltrúar Þelamerkurskóla í ár voru Anna Lovísa Arnardóttir og Helena Arna Hjaltadóttir nemendur í 7. bekk. Þær stóðu sig mjög vel og við erum virkilega stolt af þeim.  Anna Lovísa fékk önnur verðlaun fyrir sinn lestur. Þátttökuskólar að þessu sinni voru Dalvíkurskóli, Grunnskólinn Fjallabyggð, Hrafnagilsskóli, Grenivíkurskóli og Þelamerkurskóli.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					26.02.2021			
	
		Hið árlega þorrablót 1. - 6. bekkjar var haldið í skólanum í dag. Nemendur borðuðu þorramat og sungu þorrasöngva með undirleik Jóns Þorsteins tónmenntakennara. Eins og hefð er fyrir var skipulag dagsins í höndum 6. bekkjar og umsjónarkennara þeirra.  Skemmtunin tókst mjög vel og allir nutu þess að borða þorramatinn.  
Hér má sjá nokkrar myndir frá skemmtuninni.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					26.02.2021			
	
		Í gær, fimmtudaginn 25. febrúar fór upplestrarhátíð skólans fram. Á henni lesa nemendur 7. bekkjar upp fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Úr hópnum velur dómnefnd fulltrúa skólans til að lesa á lokahátíð Stóru upplestrakeppninnar.
 Að þessu sinni skipuðu dómnefndina Helga Hauksdóttir, Margrét Sverrisdóttir og Snorri Finnlaugsson.  Allir nemendur lásu sérstaklega vel og var dómnefndinni sannarlega vandi á höndum. Dómnefndin valdi Helenu Örnu Hjaltadóttur og Önnu Lovísu Arnardóttur til að verða fulltrúa skólans á lokahátíðinni sem fer fram þann 9. mars nk. 
 Lokahátíðin fer fram í Menntaskólanum á Akureyri þann 9. mars og hefst kl. 17.00. 
Hér eru myndir sem teknar voru á upplestrarhátíðinni.
Lesa meira
		
	 
 
	
		
		
		
				
			
					16.02.2021			
	
		Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í skólanum daginn fyrir öskudag eins og undanfarin ár. Nemendur og starfsfólk klæddust grímubúningum og grínuðu og glensuðu. Kötturinn var slegið úr tunnunni og þetta árið var það Jónatan Smári sem var tunnukóngur skólans. Síðan hófst söngvakeppni öskudagsliða. Eftir söngvakeppnina var síðan dansað og sprellað fram að heimferð. 
Lesa meira