Fréttir

Þelamerkurskóli kemur við sögu í næstu bók Ævars vísindamanns!

Í dag var dregið í síðasta lestrarátaki Ævars vísindamanns og var Þelamerkurskóli einn þriggja skóla sem las hlutfallslega flestar bækur, en þeir útreikningar fóru fram fyrir hvert stig fyrir sig, yngsta-, mið- og unglingastig. Þelamerkurskóli mun því koma við sögu í síðustu bók Ævars um Bernskubrek Ævars vísindamanns. Frábær frammistaða hjá okkar krökkum!
Lesa meira

Frestun á útivistardegi morgundagsins og skíðaskóla 1.-4. bekkjar

Lokað hefur verið í Hlíðarfjalli sl. tvo daga og hefur skíðaskóli 1.-4. bekkinga því fallið niður. Veðurútlit í fjallinu er ekki gott á morgun þegar við ætluðum öll saman í fjallið og því hefur verið ákveðið að færa seinni tvo daga skíðaskólans sem og útivistardaginn yfir í næstu viku. Á mánudag og þriðjudag, 25. og 26. mars, verður skíðaskóli fyrir 1.-4. bekk og á miðvikudaginn 27. mars verður útivistardagurinn okkar þar sem við förum öll saman í fjallið.
Lesa meira

Öskudagsball í skólanum -myndir

Eins og hefð er fyrir verður öskudagsgleði Þelamerkurskóla á sprengidaginn sem er þriðjudaginn 5. mars nk.
Lesa meira

Stóra upplestrarhátíðin í Þelamerkurskóla

Stóra upplestrarhátíðin var í skólanum í gær. En undirbúningur fyrir hana hefst að öllu jöfnu á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Það eru nemendur 7. bekkjar sem taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni og úr bekknum eru valdir tveir fulltrúar skólans til að lesa fyrir hans hönd á lokahátíð keppninnar.
Lesa meira

Skólahald fellur niður í dag þriðjudag 26. febrúar

Vegna hvassviðris og appelsínugulrar viðvörunar er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni í dag og veður á eftir að versna hratt á næstu klukkustundum. Af þeim sökum fellur skólahald niður í dag.
Lesa meira

Hrókurinn í heimsókn

Hrafn Jökulsson skákmeistari kom í heimsókn til okkar í dag. Hrafn sagði okkur frá starfi Hróksins í Grænlandi og sýndi okkur myndir þaðan. Síðan tefldi hann fjöltefli við nemendur skólans. Þetta var bæði fróðleg og skemmtileg heimsókn.
Lesa meira

Forvarnarfræðsla fyrir nemendur og foreldra þriðjudaginn 12. febrúar nk.

Á þriðjudaginn kemur fáum við til okkar forvarnafræðslu Magga Stef. Nemendur í 8.-10. bekk fá fræðslu á skólatíma en klukkan 20 á þriðjudagskvöld eru allir foreldrar boðaðir sérstaklega á fræðslu hér í skólanum. Viðburðurinn er samvinnuverkefni foreldrafélagsins og skólans.
Lesa meira

Árshátíð Þelamerkurskóla 2019

Árshátíð Þelamerkurskóla verður haldin í íþróttahúsinu á Þelamörk fimmtudaginn 7. febrúar og hefst skemmtunin stundvíslega kl. 16.30
Lesa meira

Lestrarviðburðir, Gullhilla, sirkuslistir og árshátíðarundirbúningur

Nemendur taka nú af fullum krafti þátt í lestrarátaki Ævars vísindamanns og sýna því mikinn áhuga sem birtist einnig sterkt er blásið er til Allir lesa stundar í skólanum. Sirkuslistir eru komnar í stundaskrá 1.-7. bekkjar og árshátíðarundirbúningur er hafinn að fullu. Smellið á fréttina til að sjá myndir og lesa meira!
Lesa meira

Skólastarf og skólaakstur samkvæmt áætlun í dag fimmtudaginn 10. jan.

Veðrið er að ganga niður og skólastarf og skólaakstur verður með hefðbundnum hætti í dag. Sem fyrr eru foreldrar þó hvattir til að meta stöðuna á hverju heimili fyrir sig.
Lesa meira