Sláturdagur í skólanum

Það er vart til þjóðlegri matur en lifrapylsa og blóðmör og mörg heimili taka slátur á haustin. Eins og allir vita þá er slátur bæði hollur og góður matur og því nauðsynlegt fyrir alla að læra hvernig maður býr til þennan þjóðlega mat.  Þrátt fyr­ir að yf­ir­leitt sé það eldri kyn­slóðin sem kann yfirleitt til verka í slát­ur­gerðinni teljum við að nauðsynlegt að yngri kynslóðin læri hand­tök­in við sláturgerðina.

Það er löng hefð fyrir því í Þelamerkurskóla að nemendur miðstigs búi til lifrapylsu og blóðmör með umsjónarkennurum sínum. Sláturdagurinn fór fram þann þriðjudaginn þann 27. október. Eins og alltaf stóðu krakkarnir sig með miklum sóma og verkið vannst bæði hratt og vel. Slátrið verður síðan á borðum í mötuneytinu í vetur. 

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á sláturdaginn.