Fréttir

Árshátíð skólans - myndir

Árshátíð Þelamerkurskóla fór fram í íþróttahúsinu á Þelamörk fimmtudaginn 6. febrúar.
Lesa meira

Árshátíð Þelamerkurskóla 2020

Árshátíð Þelamerkurskóla verður haldin fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16.30. Allir velkomnir!
Lesa meira

Fjör í útiskóla - myndir og myndbönd

Í útiskóla var í vikunni verið að vinna með snjóinn og snjókornin því þau eru svolítið eins og við: engin tvö eru eins. Snjórinn var nýttur eins og blað og nemendur mótuðu og máluðu snjókorn. Eftir það var farið í stóru brekkuna norðan við skólann þar sem þoturassarnir komu að góðum notum. Hlátrasköll, tónlist og rjóðar kinnar voru einkennismerki þess fjöruga hóps sem stundaði útinám þennan miðvikudag.
Lesa meira

Kynfræðsla Siggu Daggar 28. janúar nk.

Þriðjudaginn 28. janúar verður boðið upp á kynfræðslu fyrir 5.-7. bekk annars vegar og 8.-10. bekk hinsvegar á vegum Siggu Daggar kynfræðings https://www.siggadogg.is/. Auk þess verður boðað verður til foreldrafundar þar sem Sigga Dögg mun halda fyrirlestur um leiðir til að ræða um kynlíf við unglinga.
Lesa meira

Skólahald skv. áætlun en röskun á skólaakstri tveggja leiða

Skólahald verður skv. áætlun í dag en skólaakstur á leiðinni Engimýri-Myrkárbakki-Langahlíð fellur því miður niður vegna ófærðar þar. Mokað verður inn að Fornhaga en einhver röskun gæti orðið á tímasetningum þeirrar rútu.
Lesa meira

Skólahald fellur niður

Skólahald fellur því miður niður í dag, miðvikudag 8. janúar, vegna ófærðar og versnandi veðurs.
Lesa meira

Jólakveðja

Starfsfólk Þelamerkurskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra, ásamt öllum velunnurum skólans gleðilegrar jólahátíðar með von um ljúfar stundir og farsæld á nýju ári. Við þökkum öllum gefandi og gott samstarf á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Litlu jólin

Á litlu jólunum í Þelamerkurskóla er haldið í fallegar hefðir og er dagurinn einstaklega hugljúfur og skemmtilegur. Þrátt fyrir svolítil ófærðarævintýri á leið í skólann hjá hluta nemendanna áttum við fallegan dag með góðri og gefandi samveru. Dagurinn hófst á tónleikum gítarnemenda skólans ásamt atriði frá Marimba sveit skólans. Við fengum að heyra frásagnir af jólahefðum í Þýskalandi og á Filippseyjum auk þess sem afhent voru verðlaun fyrir hugmyndasamkeppnina um uppbyggingu á námusvæðinu norðan við skólann.
Lesa meira

Jólaskautaferð í Skautahöllina

Í mörg ár hefur verið hefð fyrir því í skólanum að fyrir jólin er farið með alla nemendur skólans á skauta í Skautahöllinni á Akureyri. Þetta er alltaf skemmtilegur dagur og nánast allir nemendur bregða sér á skauta undir glymjandi tónum jólalaganna. Eftir skautaferðina gengu nemendur síðan fylktu liði að Ráðhústorginu og sungu þar og dönsuðu kringum stóra jólatréð. Síðan var farið í skólann og nemendur fengu hádegismat. Eftir hádegi var svo jólabíó í skólanum fram að heimferð skólabíla.
Lesa meira

Upplestur unglinganna í fyrirtækjum á Akureyri

Þriðjudaginn 17. desember fór meginþorri nemenda á unglingastigi í upplestrarferð inn á Akureyri. Þeim var skipt í fjóra hópa og fóru hóparnir í mismunandi fyrirtæki þar sem þeir lásu upp fyrir starfsmenn og viðskiptavini úr nýjum jólabókum. Nemendurnir fóru samtals í rúmlega 80 fyrirtæki og fengu frá þeim fínar umsagnir sem sjá má neðar. Flestum fannst þetta skemmtilegt verkefni og þeir stóðu sig allir með sóma. Nemendur komu vel fram og lásu flestir hátt og skýrt. Sumir voru feimnari en aðrir en brutust út úr þægindarammanum og lásu samt fyrir þetta ókunnuga fólk. Allir enduðu svo á því að fá Subway eftir velheppnaðan túr um Akureyri.
Lesa meira