Útivistardagur haustannar miðvikudaginn 2. september

Áætlað er að vera með útivistardag haustannar miðvikudaginn 2. september. Dagurinn verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, þ.e farið verður í með 1. – 4. bekk í þægilega gönguferð en 5. – 10. bekkur hefur val um þrjár leiðir.  Þar sem enn á eftir að útfæra nokkur atriði betur verða nánari upplýsingar um útivistardaginn sendar  til ykkar í tölvupósti næsta mánudag. Þetta er langur dagur svokallaður tvöfaldur skóladagur og því verður heimferð nemenda ekki fyrr en kl. 16.00.

Eftir ferðirnar geta nemendur farið í sturtu og sund og því þurfa þau að muna eftir sundfötunum