Kajakferð í útivistarvali

Í gær fóru nemendur í útivistarvali á kajak á tjörninni á Hjalteyri og skemmtu sér konunglega. Siglt var bæði á eins manns kajak og tveggja manna og voru þeir í boði Jóns Þórs og Ingós/Siggu. Auk þess að njóta þess að róa um tjörnina fóru sumir í kappróður, týndu rusl meðfram bökkunum, stunduðu núvitund út á miðri tjörn og heilsuðu upp á svanapar á vatninu. Góð stund í alla staði :)

Hér má sjá myndir frá kajakferðinni