04.11.2019
Það er ávallt líf og fjör í skólanum okkar og sumar vikur er meira á dagskrá en aðrar. Síðasta vika var ein þeirra. Heimsóknir bæði frá rithöfundum og kennurum annarra skóla, vettvangsferð í Nonnahús og Laufás, Allir lesa, smáréttagerð hjá unglingunum og Jól í skókassa. Smelltu á fréttina til að lesa um viðburðina og skoða myndir.
Lesa meira
29.10.2019
Nemendur skólans hafa undanfarnar vikur verið að horfa á þættina um þá bræður Nonna og Manna. Vikuna 11. - 15. nóvember verður síðan þemavika um Nonna og Manna í skólanum sem endar á opnu húsi þar sem foreldrar/forráðamenn og aðrir velunnarar skólans geta komið og skoðað afrakstur þemavinnunnar.
Lesa meira
24.10.2019
Því miður fellur skólahald í Þelamerkurskóla niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. Samkvæmt veðurspá mun auka verulega í snjókomu og vind nú er líða fer á morguninn og því betur heima setið en af stað farið.
Lesa meira
15.10.2019
Fyrir nokkru síðan var settur á fót smíðavöllur fyrir yngri nemendur skólans. Ákveðið var að byrja á því að vera með eitt samvinnuverkefni sem allir tæku þátt í og var ákveðið að smíða skip.
Lesa meira
01.10.2019
Undanfarið ár hefur Þelamerkurskóli ásamt Dalvíkur- og Naustaskóla unnið að þróunarverkefni sem kallast Gerum gott betra. Meginmarkmið verkefnisins er að bæta þjónustu við nemendur sem þurfa mikla námsaðlögun. 9. október nk. verður haldið málþing í Hofi þar sem þátttakendur miðla og ræða um reynslu og lærdóm af verkefninu. Í fréttinni er að finna auglýsingu um málþingið.
Lesa meira
30.09.2019
Í síðustu viku var sérstök hreyfivika í skólanum sem fól það í sér að á hverjum degi var brostið í dans í öllum kennslustofum undir handleiðslu Just dance myndbanda. Í dag söfnuðust allir nemendur og starfsfólk svo saman í íþróttahúsinu og dönsuðu eins og fagmenn, stórir sem smáir. Við hvetjum alla til að horfa til enda því það koma mögnuð atriði undir lokin!
Lesa meira
30.09.2019
Í vetur var ákveðið að bjóða upp á Hönnun og tækni sem valgrein fyrir nemendur í 7.-10. bekk og erum við samhliða því að byggja upp hönnunar og tæknistofu sem smátt og smátt er að verða vel tækjum búin. Í vali í dag voru nemendur að setja saman Róbox vélmenni sem kenna krökkum forritun, rafmagnsfræði, tækni og vísindi á skemmtilegan og skapandi hátt.
Lesa meira
30.09.2019
Nemendur á unglingastigi eru að vinna með fréttir þessa dagana og næstu vikurnar munu þeir skrifa fréttir til að setja á heimasíðuna okkar. Smellið á fréttina til að sjá þá fyrstu, sem er frá þeim Auði og Margréti í 9. bekk
Lesa meira
17.09.2019
Nemendur í 8.-10. bekk áttu magnaðan dag við Hörgá sl. fimmtudag þar sem þeir ásamt sérlegum aðstoðarmönnum renndu fyrir fisk. Reyndar náðust ekki margir á land, en útivistin var vel þess virði, rjómablíða og huggulegheit. Smellið á fréttina til að sjá myndir.
Lesa meira