Framhaldsskólaheimsóknir 9. og 10. bekkinga - frétt frá nemendum

Frétt frá nemendum um heimsóknir í framhaldsskóla á svæðinu

Þann 13. febrúar, fórum við í heimsókn í Menntaskólann á Tröllaskaga. Þar fórum við í kynningu hjá Ingu sem er kennari þar. Okkur fannst mjög áhugavert hversu mikið þau nota tæknina. Því t.d. ef þú missir af skóladegi þá geturðu fundið allt námið á netinu. Annað sem má ekki gleyma er að krakkarnir þurfa aðeins að mæta fjórum sinnum í viku í skólann en það er frí á föstudögum. Það var ekki rætt mikið um félagslífið í þessum skóla en það er ábyggilega ágæt fyrir þá sem eru í skólanum en svo er fullt af krökkum sem eru í fjarnámi.

Þann 19. febrúar, fórum við í kynningar hjá Verkmenntaskólanum og Menntaskólanum á Akureyri. Í VMA kíktum við á allar brautirnar sem þau hafa upp á að bjóða. Valið var mjög fjölbreytt þar og nánast hver sem er gæti fundið eitthvað við sitt hæfi. Félagslífið var ekki tekið til umræðu vegna tímaskorts en miðað við það sem við sáum á kynningunum þá voru krakkarnir mjög hressir og flestir þekktu hvern annan. 

Næst fórum við í MA. Þar kynntumst við nýrri braut sem á að koma næstu önn. Þessi braut heitir sviðslistabraut, hún hljómaði mjög spennandi. En hinsvegar kynntumst við líka hinum brautunum sem eru félagsfræði, náttúrufræði og mál og menningarbraut. Þær hljómuðu líka mjög vel. Margir krakkar sögðu að þeir hefðu farið í MA vegna góðs félagslífs.  Þeir eru í líka í bekkjum og þá hitta þau sömu krakkana á hverjum degi og það endar með vináttu.

Bjarney og Álfhildur

 Þessar myndir birti VMA á heimasíðu sinni