Öskudagsskemmtun í skólanum

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í skólanum daginn fyrir öskudag eins og undanfarin ár. Nemendur og starfsfólk klæddust grímubúningum og grínuðu og glensuðu. Kötturinn var slegið úr tunnunni og þetta árið var það Ísak Óli sem var tunnukóngur skólans. Síðan hófst söngvakeppni öskudagsliða þar sem Fjarkarnir unnu eftir harða keppni. Í sönghópnum voru Valgerður, Anna Lovísa og Ester nemendur 6. bekkjar. Eftir söngvakeppnina var síðan dansað og sprellað fram að heimferð.

Hér eru myndir sem teknar voru á öskudagsgleðinni.