Starfsdagur á mánudaginn kemur, 16. mars

Í ljósi ákvörðunar yfirvalda um samkomubann og takmarkanir á skólahaldi í leik- og grunnskólum hefur Samband íslenskra sveitarfélaga beint þeim tilmælum til sveitarfélaga að hafa starfsdag í leik- og grunnskólum á mánudaginn til að hægt sé að leggjast yfir skipulag á skólastarfi út frá þeim takmörkunum sem settar hafa verið.

Í Hörgársveit hefur verið ákveðið að á mánudaginn kemur, 16. mars, verði starfsdagur í Þelamerkurskóla allan daginn og Heilsuleikskólinn Álfasteinn opni kl 11.30.

Allir eru beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum frá skólunum og sveitarfélaginu sem kunna að birtast um helgina og á mánudaginn.