Útivistardagurinn - myndir

Þrátt fyrir þokuslæðing og vætu á köflum létu nemendur og starfsfólk engan bilbug á sér finna og áttu góðan útivistardag sl. miðvikudag. Fjórar ferðir voru á dagskrá og þótt tveir áfangastaðir hafi breyst vegna veðurs hélst fyrirkomulag ferðanna nokkuð svipað. Krakkarnir glímdu við miskrefjandi verkefni í t.d. göngu eða hjólreiðum, en allir stóðu sig frábærlega og voru ánægðir með sig að ferð lokinni. Sundlaugin yljaði þreyttum kroppum eftir atið og í mötuneytinu var boðið upp á skúffuköku og mjólk í kaffitímanum, áður en haldið var heim á leið. Myndir úr ferðinni er að finna hér.