Veiðiferð í útivistarvali

Útivistarvalið fór í veiðiferð í Hörgá í blíðskaparveðri í dag og fékk þessa fínu leiðsögn frá Helga, Svönu og Munda. Veiðin gekk svona la la til að byrja með, einn steinn kom á land og svona en á lokametrunum veiddist ein bleikja og önnur slapp við bakkann. Þá hljóp kapp í mannskapinn og fáir í stuði til að hætta og náðum við heim akkúrat þegar rúturnar voru að gera sig klárar fyrir heimferð. Magnaður dagur í fallegu umhverfi, góðum félagsskap og frábæru veðri :)

Myndir frá veiðiferðinni