Jólaljósadagurinn í Þelamerkurskóla

Ein hátíðlegasta hefð skólans er jólaljósadagurinn. Þá arka allir nemendur upp í hlíðina fyrir ofan skólann og kveikja þar á útikerti til þess að fagna komu jólanna.  Það er ekkert hátíðlegra en að sjá jólaljósin lýsa upp snævi þakta hlíðina. Svo er alltaf gott að fá birtu í lífið og tilveruna, nú þegar sólargangur styttist með hverjum deginum.  Þegar búið var að kveikja á kertunum fóru nemendur niður að skóla og gengu kringum stóra jólatréð sem er staðsett við skólann.

Birgitta á Möðruvöllum mætti með drónann sinn og tók fallegar loftmyndir af skólasvæðinu. (sjá myndir) Við þökkum henni kærlega fyrir það. Einnig viljum við nota þetta tækifæri og þakka lögreglunni á Akureyri fyrir aðstoðina við að auka öryggi nemenda okkar þegar við fórum með þau yfir þjóðveginn.

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í dag.