Litlu jólin - hátíðlegur og fallegur dagur

Litlu jólin eru haldin hátíðleg í Þelamerkurskóla ár hvert með fjölbreyttri dagskrá. Í Möðruvallarkirkju áttum við í dag notalega stund þar sem tónlist var í aðalhlutverki en barnakór skólans söng undurfallega auk þess sem hljóðfæraleikarar úr hópi nemenda léku listir sínar. Heima í skóla var sungið við jólatréð og nemendur héldu svo stofujól með kennurum sínum. Dagurinn endaði eins og hefð er fyrir, með hátíðarmat úr smiðju kokksins, kalkún og meðlæti og að sjálfsögðu ís í eftirmat. Yndislegur dagur með sérlega fallegum börnum. 

Myndir frá Litlu jólunum