Jól í skókassa

Líkt og í fyrra tók Þelamerkurskóli þátt í verkefninu Jól í skókassa. Jól í skókassa er verkefni á vegum KFUM&KFUK sem gengur út á að fá fólk til að útbúa jólagjöf handa barni í Úkraínu, en þar glíma margir við sára fátækt, alltof mörg börn búa á munaðarleysingjaheimilum og búa þar við döpur kjör. Að þessu sinni skiluðu nemendur skólans 34 kössum í verkefnið.

Foreldrar voru mjög hjálpsamir við að afla aðfanga til verkefnisins og nemendurnir pökkuðu inn kössunum og röðuðu í þá.

Með þátttöku í verkefninu viljum við undirstrika hversu mikilvægt og gaman það er að hjálpa öðrum og hve samkennd skiptir miklu máli. Það er mikilvægt að geta sett sig í spor annarra og glatt aðra.  

Hér eru myndir frá vinnu nemenda og hér fleiri myndir