Laufabrauð og kósýheit

Miðvikudaginn 16. desember var laufabrauðs- og smiðjudagur hjá okkur. Þann dag skáru allir nemendur út laufabrauð til að hafa á borðum með hátíðarmatnum á Litlu jólunum. Nemendur úr elsta hópnum aðstoðuðu Huldu yfirsteikingarmeistara við að steikja og pressa. Auk laufabrauðsskurðar fóru nemendur í leiki í íþróttahúsinu, spiluðu og bjuggu til jólaföndur. Ljúfur og góður dagur.

Myndir frá laufabrauðsdegi