Að sjálfsögðu var blásið til hins mánaðarlega viðburðar Allir lesa í Þelamerkurskóla í dag, á Alþjóðadegi læsis. Nemendur fagna ávallt þegar slegið er í Allir lesa - gong og dreifa sér með lesefnið sitt um allan skólann. Ávallt er vinsælt að setjast á kaffistofu starfsfólks eða skrifstofu stjórnenda. Hin ýmsu skot með sófum og kósý stólum eru einnig vel nýtt auk þess sem sumum finnst gott að sitja í stiganum eða jafnvel liggja flatir á göngum skólans og njóta lestrarins þannig.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |