Norræna skólahlaupið - myndir

Það var mikill kraftur í nemendum sl. föstudag þegar þeir hlupu og gengu í skólahlaupinu okkar. Allir fóru lágmark 2,5 km. Flestir fóru 5 km og stór hópur fór 10 km. Margir vildu ekki hætta og lengdu í sínum leiðum. Það var frábært veður og umhverfið á Skottinu faðmaði alla þessa hraustu og frábæru krakka sem þar fóru um. Starfsfólk var ýmist með í að hlaupa og ganga, eða var tilbúið með vatn, ávexti og pepp á stoppistöðvum hér og þar. Tveir kennarar voru auk þess á hjóli sem sérstakir pepparar.

Hér má sjá myndir frá deginum.