Á þriðjudaginn var hinn árlegi haust-útivistardagur hjá okkur hér í Þelamerkurskóla. Nemendur 1.-4. bekkjar gengu upp að Hraunsvatni ásamt fjölda nemenda úr 5.-10. bekk sem völdu þá ferð. Eldri nemendurnir gátu jafnframt valið að fara í útreiðartúr, fjallgöngu og hjólaferð. Það var því fjölbreytt og skemmtileg útivist í boði þennan dag og allir stóðu krakkarnir sig frábærlega í sinni ferð. Í lok hverrar ferðar voru grillaðar pylsur sem runnu vel ofan í alla. Er komið var heim í skóla eftir hádegi, beið okkar leiksýning Lalla töframanns, á vegum verkefnisins List fyrir alla. Frábær dagur í alla staði þótt þokuslæðingur hefði alveg mátt halda sig annars staðar en í Hörgársveit þennan dag.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |