Útiskóli; stafavinna úr greinum og könglum, kartöfluuppskera og berjatínsla

Nemendur stunda nám mikið til úti við á góðviðrisdögum. Á meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá 1.-2. bekkinga í stafavinnu í Mörkinni. Sjálfbærnimenntun á sér meðal annars stað í matjurtargarðinum sem nemendur bjuggu til í miðjum heimsfaraldri og eins lengi og uppskeran endist, sækja nemendur kartöflur út í kartöflugarð þá daga sem boðið er upp á kartöflur með hádegismatnum. Á myndahlekkjunum hér fyrir neðan má sjá skógar- og berjatínsluferð hjá 5.-6. bekkingum. 

Útiskóli hjá 1.-2. bekk - myndir

Skógar- og berjatínsluferð hjá 5.-6. bekk