Á miðvikudaginn var fóru 5.-6. bekkur í árlega sjóferð með Húna. Frábært framtak í boði Hollvinasamtaka Húna. Nemendur fræðast um bátinn sjálfan, lífríki sjávar, veiða fisk, skoða fiskinn í bak og fyrir að innan sem að utan og fá að smakka hann þegar búið er að grilla um borð. Auk þess fá krakkarnir góða siglingu í fallegu umhverfi. Allir skemmtu sér konunglega og komu margs vísari heim.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |