Veiðiferð 9. - 10. bekkjar

Nemendur 9. og 10. bekkjar skelltu sér í veiðiferð í Hörgá á þriðjudaginn sl. Veðrið var alls konar og höfðu fiskarnir lítinn áhuga á önglunum. Þrátt fyrir enga veiði skemmtu allir sér konunglega og þökkum við aðstoðarfólkinu okkar, Helga, Svönu og Guðmundi, kærlega fyrir veitta aðstoð við að græja stangir og peppa okkur áfram í veiðinni. 

Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni.