Flott verkefni úr 9. og 10. bekk

Undanfarna daga hafa nemendur í 9. og 10. bekk unnið verkefni um hnattræna hlýnun og loftslagsbreytingar. Hver nemandi valdi sér viðfangsefni og til dæmis var fjallað um bráðnun jökla, áhrif á gróðurfar, flóð og fellibylji. Í vikunni fluttu fyrstu þrír nemendurnir kynningu á sínu verkefni; Juliane, Elísa og Lilja sögðu frá skógareldum sem varað hafa í Kaliforníu frá því um mitt sumar. Sýndu þær plakat með myndum og texta sem sýndi m.a. að yfir 800.000 hektarar hafa brunnið. Einnig bökuðu þær köku sem sýndi staðsetningu eldanna í smjörkremi á landakorti af fylkinu. Verkefnið kom ljómandi vel út hjá þeim og skemmtilegt að sjá fjölbreyttar útfærslur verkefna.

Myndir