Norræna skólahlaupið á morgun, föstudag 3. sept.

Á morgun, föstudag, munum við nýta góða veðrið og halda hið árlega Norræna skólahlaup. Skóladagurinn fylgir stundatöflu til klukkan 10 og þá búum við okkur til brottfarar. Hlaupið (eða gengið) verður frá Hlíðarbæ og áleiðis Skottið. Þrjár vegalengdir eru í boði; 2,5 km - 5 km og 10 km. Starfsfólk fylgir hverjum hópi auk þess sem starfsfólk tekur á móti hraustmennunum á drykkjarstöðvum hér og þar.

Við minnum alla á að tryggja góða strigaskó til að hlaupa eða ganga í og léttan, þægilegan klæðnað.