Skíðaskóli 1.-4. bekkinga

Eftir alls kyns hindranir í að komast í skíðaskólann okkar góða sl. tvö ár, náðum við þremur dögum í ár, með smá tilfærslum! Það var hreint stórkostlegt að sjá nemendur eflast og styrkjast í skíðaiðkun sinni og sum þeirra sem stigu í fyrsta sinn á skíði á degi eitt, voru orðin örugg og sjálfbjarga strax á degi tvö. Magnað alveg! 

Hér má sjá fullt af myndum sem teknar voru í skíðaskólanum og við þökkum Birgittu á Möðruvöllum fyrir þær sem hún lét okkur í té.