Fréttir

Gleðilega páska!

Þelamerkurskóli óskar starfsfólki, nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Þar sem stærri páskaviðburðir þurfa að víkja í þetta sinn, vonum við að litlu hlutirnir skapi gleði og ánægju sem aldrei fyrr.
Lesa meira

Heimsmet í lestri og hreyfiátak Þelamerkurskóla í apríl

Nemendur og starfsfólk Þelamerkurskóla eru komin með stór og góð markmið fyrir aprílmánuð. Það er annars vegar að komast hringinn í kringum Ísland með hreyfingu og að setja heimsmet í lestri ásamt öðrum Íslendingum og stefna með því á að fá metið skráð í heimsmetabókina góðu!
Lesa meira

Fjölbreytt skólastarf í breyttu skipulagi

Hér í Þelamerkurskóla er hrein unun að fylgjast með nemendum og starfsfólki takast á við breyttar aðstæður af miklu æðruleysi, jákvæðni og ró. Starfsfólk fer á kostum við að láta allt ganga upp með umhyggju fyrir nemendum að leiðarljósi og á stórt hrós skilið fyrir sitt framlag nú sem endranær. Einnig er augljóst að foreldrar hafa undirbúið börnin sín vel undir breyttar aðstæður, út frá þeim upplýsingum sem komu frá skólanum. Stórt hrós til ykkar kæru foreldrar. Skapandi hugsun nær nú flugi sem aldrei fyrr og nemendur segjast vera ánægðir með skipulagið. Það er auðvitað erfitt fyrir suma sem eiga vini í öðrum hópum að fá ekki að hitta þá innan veggja skólans, en þeim býðst þá ritunarverkefni sem felast í að senda tölvupóst til vinanna í næstu stofu, eða skrifa bréf/teikna mynd sem sett er í plastvasa sem þurrkað er af með sótthreinsitusku. Lausnirnar eru alls staðar!
Lesa meira

Skíðaskóli 1. - 4. bekkjar

Í marsmánuði var áætlað að fara með 1. - 4. bekk skólans í fjögur skipti í skíðaskólann í Hlíðarfjalli. Að þessu sinni náðist að fara bara einu sinni með hópinn upp í fjall. Fyrri vikuna var það vegna veðurs en seinni vikuna vegna samkomubanns vegna Covid 19 veirunnar. Einnig þurftum við að fresta útivistardeginum sem vera átti miðvikudaginn 18. mars. Markmið skíðaskólans er að gera yngri nemendur skólans sjálfbjarga á skíðum þannig að þau geti á útivistardegi skólans rennt sér óhikað og örugg niður skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli og verið nokkuð sjálfbjarga í lyftunum. Skíðaskólinn er frábært framtak enda fékk skólinn Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2017 fyrir það verkefni. Birgitta á Möðruvöllum mætti með myndavélina sína þennan eina dag sem farið var í fjallið og var hún svo almennileg að gefa okkur allar myndirnar sem hún tók. Við þökkum henni kærlega fyrir það. Hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem Birgitta tók.
Lesa meira

Aðgerðaráætlun Þelamerkurskóla í kjölfar takmarkana vegna COVID-19 veirunnar

Aðgerðaráætlun Þelamerkurskóla í kjölfar takmarkana vegna COVID-19 veirunnar er kominn hér inn á heimasíðuna undir flipanum Skólinn - Áætlanir.
Lesa meira

Starfsdagur á mánudaginn kemur, 16. mars

Í ljósi ákvörðunar yfirvalda um samkomubann og takmarkanir á skólahaldi í leik- og grunnskólum hefur Samband íslenskra sveitarfélaga beint þeim tilmælum til sveitarfélaga að hafa starfsdag í leik- og grunnskólum á mánudaginn til að hægt sé að leggjast yfir skipulag á skólastarfi út frá þeim takmörkunum sem settar hafa verið. Í Hörgársveit hefur verið ákveðið að á mánudaginn kemur, 16. mars, verði starfsdagur í Þelamerkurskóla allan daginn og Heilsuleikskólinn Álfasteinn opni kl 11.30. Allir eru beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum frá skólunum og sveitarfélaginu sem kunna að birtast um helgina og á mánudaginn.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin 2020

Fimmtudaginn 5. mars var Stóra upplestrarkeppnin haldin í Menntaskólanum á Akureyri. Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk er árlegt samvinnuverkefni allra grunnskóla á landinu og Radda, samtaka um vandaðan upplestur. Í verkefninu fá allir nemendur í 7. bekk markvissa þjálfun í upplestri og framkomu. Fulltrúar Þelamerkurskóla í ár voru Juliane Lif Sörensen og Stefán Karl Ingvarsson nemendur í 7. bekk. Þau stóðu sig mjög vel og við erum virkilega stolt af þeim. Þátttökuskólar að þessu sinni voru Dalvíkurskóli, Grunnskólinn Fjallabyggð, Hrafnagilsskóli, Grenivíkurskóli og Þelamerkurskóli.
Lesa meira

Góugleði 9. bekkjar

Fimmtudaginn 5. mars bauð 9. bekkur til skemmtunar og matarveislu í skólanum. Nemendum í 7.-10. bekk, foreldrum nemenda í 9. og 10. bekk, starfsfólki og mökum þeirra var boðið. Þetta var notaleg og skemmtileg stund og eins og alltaf skemmti fólk sér vel og naut þess að borða veislumatinn sem Óli kokkur eldaði fyrir okkur. 9. bekkingar buðu upp á leiki og skemmtiatriði og starsfólk skólans söng vísur um nemendur, þeim til mikillar ánægju! Takk fyrir okkur 9. bekkingar.
Lesa meira

Skólahreysti á Akureyri miðvikudaginn 4. mars

Keppni í Skólahreysti fór fram á Akureyri miðvikudaginn 4. mars. Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins. Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum. Keppt er í eftirfarandi keppnisgreinum: Upphífingum (strákar) Armbeygjum (stelpur) Dýfum (strákar) Hreystigreip (stelpur) Hraðaþraut (strákar og stelpur) Keppendur frá Þelamerkurskóla voru eftirtaldir: Dagur Karl Stefánsson 8. bekk, Jónsteinn Helgi Þórsson 10. bekk , Áslaug Lóa Stefánsdóttir 8. bekk og Linda Björg K. Kristjánsdóttir 9. bekk . Varamenn voru Hákon Valur Sigurðsson 9. bekk og Elín Bára Wilkingson Jónsdóttir 8. bekk. Nemendur okkar stóðu sig mjög vel og voru skólanum til sóma og er þá bæði átt við keppendur og græna stuðningsliðið okkar.
Lesa meira

Öskudagsskemmtun í skólanum

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í skólanum daginn fyrir öskudag eins og undanfarin ár. Nemendur og starfsfólk klæddust grímubúningum og grínuðu og glensuðu. Kötturinn var slegið úr tunnunni og þetta árið var það Ísak Óli sem var tunnukóngur skólans. Síðan hófst söngvakeppni öskudagsliða þar sem Fjarkarnir unnu eftir harða keppni. Í sönghópnum voru Valgerður, Anna Lovísa og Ester nemendur 6. bekkjar. Eftir söngvakeppnina var síðan dansað og sprellað fram að heimferð.
Lesa meira