Skautaferð, bæjarferð og jólabíó

Rétt fyrir jólafrí fórum við öll á skauta í skautahöllinni á Akureyri.  Allir nutu samveru og skemmtunar með jólatónlist í græjunum. Að skautaferð lokinni gekk hersingin inn í miðbæ Akureyrar og átti notalega stund við jólatréð á Ráðhústorginu. Heima í skóla beið svo jólabíó, popp og djús. 

Myndir