Stöðvavinna í Byrjendalæsi hjá 1. og 2. bekk

Í Byrjendalæsinu vinna nemendur reglulega á fjölbreyttum stöðvum þar sem allir vinna að verkefnum við hæfi. Verkefnin reyna á ólíka þætti læsis og tengjast öll þeim gæðatexta sem unnið er með hverju sinni. Á myndunum sem fylgja þessari frétt má sjá nemendur í 1. og 2. bekk í fjölbreyttri stöðvavinnu þar sem mikið nám átti sér stað. Allir nemendur voru virkir í vinnu sinni þar sem var lesið, skrifað, hljóðgreint, talað saman og spilað. 

Myndir