Á sprengidag er hefð fyrir því að halda öskudagsgleði í skólanum okkar. Skólinn fylltist af kynjaverum og skrautlegum karakterum strax um morguninn og eftir að boðið var upp sá andlitsmálun og tíma til að græja sig frekar, bættust fleiri flottar fígúrur í hópinn. Haldin var söngvakeppni þar sem nemendur létu ljós sitt skína, kötturinn var sleginn úr tunnunni undir lófaklappi, hvatningu og tónlist og nemendur 10. bekkjar stjórnuðu svo frábærri marseringu þar sem eldri nemendur báru þau yngri á höndum sér í orðsins fyllstu merkingu. Frábær dagur að venju.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |