Frábær útivistardagur í Hlíðarfjalli

Á miðvikudaginn var áttum við stórkostlegan útivistardag í Hlíðarfjalli þar sem allir nemendur og allt starfsfólk naut þess að dvelja í sól og logni, renna sér á skíðum, borða pylsur og njóta samveru. Nemendur þeyttust um brekkurnar eins og þau hefðu aldrei gert annað og allir virtust skemmta sér konunglega. Það var magnað að sjá yngsta hópinn vera kominn á fleygiferð í lyftubrekkurnar, flest alveg sjálfbjarga. 

Hér eru myndir frá þessum fallega degi. Við þökkkum Birgittu á Möðruvöllum kærlega fyrir þær myndir sem hún lét okkur í té.