27.05.2022
Við Þelamerkurskóla er laus til umsóknar staða matráðs í mötuneyti skólans. Matráður hefur yfirumsjón með eldhúsi skólans sem sér um máltíðir fyrir nemendur og starfsfólk skólans sem og sveitarskrifstofu. Næsti yfirmaður er skólastjóri.
Lesa meira
24.05.2022
Það hefur verið mikið um að vera í skólalífinu í Þelamerkurskóla síðustu vikur, bæði innan skóla sem utan. Hér koma fréttir af hinum ýmsu afrekum nemenda okkar, stórum sem smáum. Myndaalbúmin fylgja að sjálfsögðu með.
Stóra upplestrarkeppni 7. bekkinga í skólum á Eyjafjarðarsvæðinu fór fram í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík þann 27. apríl sl. Þar lásu fyrir hönd Þelamerkurskóla þær Lára Rún og Kaja Líf og stóðu þær sig báðar afar vel. Hér eru myndir frá upplestrarhátíðinni á Dalvík sem og upplestrarhátíðinni innan skólans sem haldin var 19. apríl.
Sunnudaginn 1. maí mættu galvaskir foreldrar og nemendur á Þórsvöllinn á Akureyri til að
Lesa meira
09.05.2022
Í Þelamerkurskóla eru lausar stöður matráðs og stuðningsfulltrúa. Í skólanum eru 74 nemendur og fer skólinn hratt stækkandi. Starfað er með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er heilsueflandi skóli og Grænfánaskóli, auk þess sem áhersla er lögð á rafræna kennsluhætti, útikennslu, teymisvinnu og skapandi starf.
Lesa meira
02.05.2022
Frá nemendum í umhverfisráði Þelamerkurskóla
Við nemendur í 1.-8. bekk erum búin að vera að plokka rusl síðustu daga á skólasvæðinu okkar á Þelamörkinni. Við fórum fyrir ofan þjóðveginn og náðum í kertadósir frá því í desember og týndum rusl á leiksvæðinu, meðfram girðingunni fyrir ofan og í kringum sparkvöllinn. Einnig sópuðum við stéttina í kringum leiksvæðið. Við plokkuðum líka í kringum íþróttahúsið. Þar fundum við svakalega mikið af nikotín púðum á jörðinni sem er alls ekki gott, það á að henda þeim í ruslatunnu en ekki á jörðina!!
Við viljum skora á alla eyfirska skóla að gera það sama og við gerðum og plokka rusl á sínu skólasvæði!
Þann 24. maí ætlum við svo að hafa grænan dag í skólanum þar sem við vinnum verkefni er tengjast umhverfinu. Við skorum á íbúa í Hörgársveit að plokka í sínu nærumhverfi þann dag!
Lesa meira
13.04.2022
Við Þelamerkurskóla er laus til umsóknar staða umsjónarkennara í 1.-2. bekk. Óskað er eftir að ráða fjölhæfan, sveigjanlegan og skapandi grunnskólakennara með mikla hæfni í samskiptum við börn. Umsjónarkennarinn vinnur í kennarateymi 1.-2. bekkjar. Í skólanum eru 72 nemendur og fer þeim ört fjölgandi á næstu árum.
Í Þelamerkurskóla er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er heilsueflandi skóli auk þess sem áhersla er lögð á rafræna kennsluhætti, útikennslu, teymisvinnu og skapandi starf.
Lesa meira
25.03.2022
Á sprengidaginn var venju samkvæmt haldin öskudagsgleði í skólanum. Nemendur og starfsfólk mættu í búningum, slógu köttinn úr tunnunni, tóku þátt í söngvakeppni og dönsuðu á grímuballi.
Lesa meira
25.03.2022
Í þessari frétt er að finna nokkrar myndir af daglegu starfi í skólanum síðustu vikur. Í myndaalbúminu má sjá útistærðfræði, áhugasviðsverkefni, kynningar, öskudagsheimsókn í sveitinni, Byrjendalæsisvinnu, samstarf unglinga og yngstu barna, kanínuheimsókn og Just dance hreyfivikugleði.
Lesa meira
25.03.2022
Á miðvikudaginn var áttum við stórkostlegan útivistardag í Hlíðarfjalli þar sem allir nemendur og allt starfsfólk naut þess að dvelja í sól og logni, renna sér á skíðum, borða pylsur og njóta samveru. Nemendur þeyttust um brekkurnar eins og þau hefðu aldrei gert annað og allir virtust skemmta sér konunglega. Það var magnað að sjá yngsta hópinn vera kominn á fleygiferð í lyftubrekkurnar, flest alveg sjálfbjarga.
Lesa meira
25.03.2022
Eftir alls kyns hindranir í að komast í skíðaskólann okkar góða sl. tvö ár, náðum við þremur dögum í ár, með smá tilfærslum! Það var hreint stórkostlegt að sjá nemendur eflast og styrkjast í skíðaiðkun sinni og sum þeirra sem stigu í fyrsta sinn á skíði á degi eitt, voru orðin örugg og sjálfbjarga strax á degi tvö. Magnað alveg!
Lesa meira
25.03.2022
Þann 18. febrúar sl. buðu 6. bekkingar öllum sér yngri nemendum á þorrablót. Nemendur höfðu fyrr í vetur búið sjálfir til hluta af þorramatnum, s.s. slátur og sviðasultu og auk þess var boðið upp á hákarl, súrmat, hangikjöt og allt sem tilheyrir góðu þorrablóti. Flestir nemendur borðuðu vel og smökkuðu jafnvel nýjar afurðir! Nemendur 6. bekkjar stýrðu boðinu vel, Sigrún Magna og Margrét spiluðu undir fjöldasöng og að áti loknu, var boðið upp á skemmtiatriði í stofu 6. bekkinga. Frábær stund. Takk fyrir okkur 6. bekkingar.
Lesa meira