Fréttir

Starf skólaliða laust til umsóknar

Skólaliði Þelamerkurskóli óskar eftir barngóðri og metnaðarfullri manneskju í 100% starf skólaliða. Skólaliði hefur umsjón með og styður við nemendur í matsal, frímínútum, á göngum, skólalóð og frítímum auk þess sem hann sér um að halda skólahúsnæðinu hreinu. Í Þelamerkurskóla eru 76 nemendur og fer skólinn hratt stækkandi á næstu árum. Skólinn er heilsueflandi skóli og Grænfána skóli. Jafnframt leggur skólinn áherslu á útinám og fjölbreytileika í skólastarfi, nokkuð sem krefst sveigjanleika alls starfsfólks.
Lesa meira

Frétt frá nemendum um veiðiferð 9.-10. bekkinga

Við nemendurnir úr 9. og 10. bekk fórum í geggjaða veiðiferð á svæði 1 í Hörgánni fimmtudaginn 8. september. Það gekk miklu betur þetta árið heldur en það síðastliðna og alls veiddust 5 fiskar. Við vorum rosalega ánægð með veðrið og aðstoðina sem við fengum. Helgi á Bægisá og Guðmundur Víkingsson komu og aðstoðuðu okkur við að græja stangir og öngla, leiðbeina okkur með að kasta út í og sýndu þeir okkur hvar allur fjársjóðurinn var. Við erum þakklát fyrir starfsfólk skólans að gera okkur kleift á að fara í veiðiferðina.
Lesa meira

Frétt frá nemendum um skólahlaupið okkar

Þann 20. september hlupu nemendur og starfsmenn skólans okkar árlega skólahlaup. Það var hlaupið frá Hlíðarbæ og hægt var að enda á Tréstöðum. Það var hægt að velja um að hlaupa 2.5, 5, 7.5 eða 10 kílómetra og það voru drykkjar- og ávaxtastöðvar á kílómetra mótunum. Það var fínasta veður og það var um það bil 11 stiga hiti og gekk vel að hlaupa.
Lesa meira

Fræðslukvöld fyrir foreldra

Miðvikudagskvöldið 28. sept. nk. kl 20.00 verður boðið upp á fræðslukvöld í skólanum þar sem fjallað verður um hinseginleikann.
Lesa meira

Aðalfundi foreldrafélagsins í kvöld frestað

Áður auglýstum aðalfundi foreldrafélags Þelamerkurskóla sem og fræðsluerindi um netöryggi, sem vera átti í kvöld, er frestað af óviðráðanlegum orsökum. Nýr fundur auglýstur síðar. Með kveðju, Stjórnin
Lesa meira

Útivistardagur í bongóblíðu

Veðurblíðan í lok ágúst var nýtt til að fara í fjölbreytta útivist með öllum nemendum skólans. Nemendur í 1.-4. bekk ásamt eldri nemendum sem þess óskuðu, fóru á Hjalteyri hvar byrjað var á hressilegum göngutúr í kringum tjörnina. Því næst var nestisstund og leikir. Fjaran tók síðan vel á móti krökkunum sem nutu þess að busla og vaða, moka og skapa skúlptúra. Að lokum fengu svo allir grillaðar pylsur og safa. Myndirnar tala sínu máli! Hópur nemenda úr 5.-10. bekk valdi að fara í hjólaferð og hjólaði hópurinn alla leið frá Melum og að Hlíðarbæ.
Lesa meira

Skólaslit Þelamerkurskóla 2022

Þelamerkurskóla var slitið í 58. skipti föstudaginn 3. júní. Skólaslit 1.-6. bekkjar fóru fram í lok vorhátíðar um hádegisbil og skólaslit 7.-10. bekkinga voru í Hlíðarbæ síðla dags. Verðandi nemendur í 1. bekk eru 10 talsins og voru þau boðin velkomin af 10. bekkingum sem færðu þeim birkiplöntu og Þelóbuff sem gjöf við upphaf grunnskólagöngunnar. Farið var yfir færni og framfarir nemenda á skólaárinu, þar sem margvíslegir sigrar voru unnir. Nemendur sýndu heilt yfir góðar framfarir í námi, þroska, samskiptum, félagsfærni og eljusemi. Útinám blómstraði sem fyrr og þemavinna réð ríkjum í flestum námshópum. Sköpunarkraftur nemenda við skólann er einstakur og þau verða sífellt öflugri í að sjá og nýta sína fjölbreyttu og ríkulegu hæfileika.
Lesa meira

Frétt frá nemendum um Gullnámuna - uppgræðslu námunnar

Grænfánanefnd Þelamerkurskóla hefur undanfarnar vikur verið að vinna verkefni í námunni norðan við skólann eða Gullnámunni eins og verkefnið kallast. Stefnt er á að búa til útileiksvæði þar fyrir íbúa Hörgársveitar og almenning. Gullnáman býður upp á margs konar verkefni en við völdum þrjú raunhæfustu verkefnin sem gott væri að byrja á. Þau eru hjólabrettarampur, göngustígur og uppgræðsla. Nemendur í 7. og 8. bekk tóku verkefnin að sér sem þemaverkefni nú í maí. Nemendur skiptu sér í þrjá hópa og hver hópur fékk eitt verkefni og einn verkefnastjóra. Erfiðleikar áttu sér stað en alveg stranglega bannað var að gefast upp! Uppgræðslu hópurinn fékk sendar ónýtar heyrúllur úr Mið-Samtúni. Þær voru notaðar á Grænablómadaginn og allur skólinn hjálpaði til við að dreifa þeim á víð og dreif í námunni til þess að búa skilyrði fyrir gróður. Göngustígs hópurinn er búin að senda tölvupósta á Jonna húsvörð og Hákon garðyrkjufræðing. Hákon vinnur stundum fyrir Hörgársveit og hann er frá Garðar og Hönnun. Hákon gaf okkur mjög góðar leiðbeiningar hvernig hægt væri að búa til göngustíg. 7. og 8. bekkur fóru saman út í námuna og tóku nokkrar myndir af henni úr lofti með dróna sem einn nemandinn kom með. Rampa hópurinn er búin að vera að vinna í því að laga rampinn með því að færa einn rampa helminginn nær hinum og skrúfa þá saman, þau sóttu fleiri plötur til þess að gera hann sterkari og jafnari. Þau fengu hjálp og leiðsögn frá Sindra smíða kennara. Lára, Helena og Lilja Verkefnastýrur Gullnámunnar
Lesa meira

Þelamerkurskóli auglýsir eftir matráði í fullt starf

Við Þelamerkurskóla er laus til umsóknar staða matráðs í mötuneyti skólans. Matráður hefur yfirumsjón með eldhúsi skólans sem sér um máltíðir fyrir nemendur og starfsfólk skólans sem og sveitarskrifstofu. Næsti yfirmaður er skólastjóri.
Lesa meira

Afreksfréttir og fjöldi mynda af skólastarfi á vormánuðum

Það hefur verið mikið um að vera í skólalífinu í Þelamerkurskóla síðustu vikur, bæði innan skóla sem utan. Hér koma fréttir af hinum ýmsu afrekum nemenda okkar, stórum sem smáum. Myndaalbúmin fylgja að sjálfsögðu með. Stóra upplestrarkeppni 7. bekkinga í skólum á Eyjafjarðarsvæðinu fór fram í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík þann 27. apríl sl. Þar lásu fyrir hönd Þelamerkurskóla þær Lára Rún og Kaja Líf og stóðu þær sig báðar afar vel. Hér eru myndir frá upplestrarhátíðinni á Dalvík sem og upplestrarhátíðinni innan skólans sem haldin var 19. apríl. Sunnudaginn 1. maí mættu galvaskir foreldrar og nemendur á Þórsvöllinn á Akureyri til að
Lesa meira