Fréttir

Lið Þelamerkurskóla hreppti 3. sæti í Fiðringi

Eftir að hafa komist áfram í undankeppni Fiðrings í síðustu viku, slógu þær Juliane Liv, Kaja Líf, Lára Rún og Ester Katrín í gegn á sviðinu í Hofi í gær, á sjálfu úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar, fyrir fullum sal af áhorfendum. Lilja Lind sá um tæknimálin fyrir hópinn og Margrét Sverrisdóttir leikkona var stelpunum til halds og traust í hugmynda, hönnunar og æfingaferlinu. Frammistaða hópsins var stórkostleg og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn. Stelpurnar sömdu atriði sitt sjálfar frá grunni og tókust þær af krafti á við mikilvæg málefni kynjafræðinnar.
Lesa meira

Lið Þelamerkurskóla komst áfram í undankeppni Fiðrings!

Önnur af tveimur undankeppnum Fiðrings, hæfileikakeppni grunnskóla á Norðurlandi, var haldin í Laugarborg í gær. Lið Þelamerkurskóla stóð sig frábærlega á sviðinu með kraftmikiði og áhrifaríkt atriði sem stelpurnar hönnuðu sjálfar frá grunni. Margrét Sverrisdóttir leikkona var þeim til halds og trausts í gegnum allt ferlið. Hópinn skipa þær Ester, Katrín Kaja Líf, Lára Rún og Juliane Liv. Þrír skólar af sex komust áfram og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar úrslitin voru kynnt, en okkar stelpur tryggðu Þelamerkurskóla sæti á úrslitakvöldi Fiðrings sem haldið verður í Hofi þriðjudaginn 25. apríl kl 20.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppni 7. bekkinga

Hector Leví og Efemía Birna hafa verið valin sem fulltrúar skólans á lokahátíð Stóru upplestrarkeppni 7. bekkinga við Eyjafjörð, sem haldin verður í næstu viku. Markmið hátíðarinnar að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði. Á hátíðinni fluttu 7. bekkingar stutta kafla úr Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson ásamt tveimur ljóðum að eigin vali. Nemendur höfðu æft af kappi og bar upplesturinn þess skýr merki. Allir nemendur skólans hlustuðu með athygli á samnemendur sína og að upplestri loknum voru flutt ljúf tónlistaratriði frá þremur nemendum skólans. Til að meta upplestur og framburð þessara flottu nemenda voru fengnir þrír afbragðs dómarar, þau Jenný Gunnbjörnsdóttir kennari og kennsluráðgjafi, Anna Rósa Friðriksdóttir kennari og Oddur Bjarni Þorkelsson sóknarprestur. Það voru þau EFemía Birna Björnsdóttir og Hector Leví Hilmarsson sem voru valin til að vera fulltrúar skólans á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar, en hún verður haldin hátíðlega í Hlíðarbæ fimmtudaginn 27. apríl kl. 15. Varamaður Efemíu og Hectors er Arnsteinn Ýmir. Við óskum nemendum til hamingju með flotta frammistöðu.
Lesa meira

Plokk í útiskóla

Í útiskóla síðasta þriðjudag skunduðu fimmti og sjötti bekkur af stað og týndu upp heilan helling af rusli af skólalóðinni. Það sem kom okkur á óvart var hversu mikið af nikotínpúðum voru hér og þá helst í kringum sparkvöllinn og nálægt íþróttahúsinu. Við hættum að telja þegar við vorum komin yfir nokkra tugi. Við vorum sammála um að okkur fannst að fólk sem kemur í íþróttahúsið eða á skólalóðina mætti ganga töluvert betur um. Við vissum að fleiri nemendur hafa verið duglegir að plokka reglulega í allan vetur og vitandi það, fannst okkur þetta alltof mikið rusl. Vonandi fer fólk að ganga betur um og við minnum alla á að plokkdagurinn stóri er 30. apríl n.k. Hvetjum við alla til að taka vorhreingerningu í sínu nærumhverfi, eða bara að plokka þar sem það vill plokka, því öll viljum við hafa hreint og fínt í kringum okkur. Munið bara eftir góðum vinnuhönskum eða plokkara ;)
Lesa meira

Árshátíð Þelamerkurskóla

Árshátíð Þelamerkurskóla verður haldin í íþróttahúsinu á Þelamörk fimmtudaginn 30. mars kl 16.00. Mikilvægt er að mæta tímanlega. Miðasala og Dúddabúð opnar kl 15.30. Enginn posi! Allir velkomnir. Kveðja frá nemendum Þelamerkurskóla
Lesa meira

Skíðaskóli 1.-4. bekkinga

Nemendur 1.-4. bekkjar hafa nú lokið árlegum skíðaskóla með aðstoð skíðakennara í Hlliðarfjalli. Krakkarnir stóðu sig stórkostlega á skíðunum og sýndu hugrekki, þrautseigju og dugnað þrátt fyrir á köflum mis skemmtilegt veður. Þau náðu þremur dögum í skíðaskóla og áttu svo útivistardag með öllum nemendum skólans í dag þar sem allir skíðuðu frjálst og skemmtu sér vel.
Lesa meira

Innritun í Þelamerkurskóla fyrir skólaárið 2023-2024

Innritun nýrra nemenda við Þelamerkurskóla er komin á rafrænt form sem finna má á þessum hlekk ://www.horgarsveit.is/is/thjonusta/menntun-og-fraedsla/innritun-i-thelamerkurskola-2023 Með skráningu þeirra upplýsinga sem hér er beðið um, telst barn formlega innritað í Þelamerkurskóla.
Lesa meira

Heimasíða heimilisfræðinnar

Í heimilisfræði leggjum við okkur fram við að safna saman uppskriftum sem nemendur geta nýtt heima við. Öllum uppskriftum er safnað saman á heimasíðu sem uppfærist reglulega ef nýjar uppskriftir bætast við. Kominn er tengill beint inn á heimasíðuna undir Nemendur - Heimasíða heimilisfræðinnar. Við hvetjum ykkur til að nýta uppskriftirnar, leyfa börnunum að sýna ykkur hvað þau hafa lært og njóta afrakstursins saman.
Lesa meira

Öskudagsgleði á sprengidag

Á sprengidag er hefð fyrir því að halda öskudagsgleði í skólanum okkar. Skólinn fylltist af kynjaverum og skrautlegum karakterum strax um morguninn og eftir að boðið var upp sá andlitsmálun og tíma til að græja sig frekar, bættust fleiri flottar fígúrur í hópinn. Haldin var söngvakeppni þar sem nemendur létu ljós sitt skína, kötturinn var sleginn úr tunnunni undir lófaklappi, hvatningu og tónlist og nemendur 10. bekkjar stjórnuðu svo frábærri marseringu þar sem eldri nemendur báru þau yngri á höndum sér í orðsins fyllstu merkingu. Frábær dagur að venju.
Lesa meira

Þorrablót 1.-6. bekkinga

Hið árlega þorrablót 1.-6. bekkinga var haldið á bóndadaginn. Nemendur 6. bekkjar skipulögðu að venju skemmtun með gátum, leikjum og söng og buðu 1.-5. bekkingum til þorraveislu. Margrét okkar spilaði undir fjöldasöng þar sem gömul og góð þorralög ómuðu um matsalinn. Milli laga gæddu nemendur sér á hangikjöti, hrútspungum og hákarli. Eftir át og skemmtun í matsal héldu nemendur svo upp í heimastofu 6. bekkinga þar sem brugðið var á leik. Við þökkum 6. bekkingum fyrir skemmtilegan dag!
Lesa meira