20.05.2024
Þelamerkurskóli óskar eftir barngóðri og metnaðarfullri manneskju í 100% starf. Starfið felur í sér að hafa umsjón með og styðja við nemendur í matsal, frímínútum, á göngum, skólalóð og frítímum auk þess að halda skólahúsnæðinu hreinu. Jafnframt getur til fallið önnur gæsla og tilfallandi stuðningur eftir þörfum
Í Þelamerkurskóla eru tæplega 100 nemendur. Skólinn er heilsueflandi skóli og Grænfána skóli. Jafnframt leggur skólinn áherslu á útinám og fjölbreytileika í skólastarfi, nokkuð sem krefst sveigjanleika og þátttöku alls starfsfólks.
Lesa meira
17.05.2024
Umhverfisdagur skólans var haldinn í dag. Hefðbundin stundatafla var brotin upp og allt starfsfólk og nemendur gengu í hin ýmsu vorverk.
Lesa meira
10.05.2024
Verkefni umhverfisnefndar eru mörg og fjölbreytt. Nemendur hafa sinnt hænunum, moltu skólans, unnið verkefni og sótt landshlutafund grænfánans.
Lesa meira
03.05.2024
Lið Þelamerkurskóla gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn riðil í Skólahreysti sl. þriðjudagskvöld. Liðið skipa þau Björn Sigurður, Ester Katrín, Jósef Orri og Sandra Björk. Til vara voru þau Anna Lovísa og Alex Jón tilbúin að stökkva til. Keppt var í fjórum greinum og sigraði okkar fólk þrjár greinar af þeim fjórum. Þessi frábæri árangur skilaði liðinu 1. sætinu og um leið sæti í úrslitakeppni Skólahreystis á Íslandi, en hún verður haldin í Laugardalshöll þann 25. maí nk.
Lesa meira
24.04.2024
Í gær var Stóra upplestrarhátíð skóla við Eyjafjörð haldin við hátíðlega athöfn á Grenivík. Nemendur úr 7. bekk í sex skólum við Eyjafjörð lásu þar ýmist bókarkafla eða ljóð, áhorfendum til mikillar ánægju. Augljóst var að nemendur höfðu æft sig vel og stóðu þau sig öll með stakri prýði.
Þær Tinna Margrét og Ylva Sól lásu fyrir hönd Þelamerkurskóla og gerðu það afbragðs vel. Ylva Sól gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina í ár, okkur öllum til mikillar ánægju.
Lesa meira
23.04.2024
Sólgleraugu, sápukúlur, krítar, sól og gleði í hjarta.
Lesa meira
22.04.2024
Skólahreysti 2024 fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þriðjudaginn 30. apríl kl. 20:00.
Lesa meira
19.04.2024
Á þriðjudaginn var héldum við stóru upplestrarhátíð 7. bekkinga í Þelamerkurskóla. Nemendur 7. bekkjar hafa æft sig vel og það var unun að hlusta á þau flytja ljóð og sögu fyrir flottan áhorfendahóp, en hefð er fyrir því að allir nemendur skólans hlusti á upplesturinn. Sérvalin dómnefnd velur svo tvo nemendur sem keppa fyrir hönd skólans á Stóru upplestrarkeppninni fyrir skóla við Eyjafjörð, en hún verður haldin hátíðleg á þriðjudaginn kemur. Það voru þær Tinna Margrét Axelsdóttir og Ylva Sól Agnarsdóttir sem valdar voru sem fulltrúar Þelamerkurskóla og Rafael Hrafn Keel Kristjánsson verður þeirra varamaður.
Lesa meira
19.04.2024
Lesum saman er lestrarstund sem nemendur og starfsfólk skólans njóta saman einu sinnu í mánuði.
Lesa meira
04.04.2024
Við Þelamerkurskóla eru lausar til umsóknar tvær stöður umsjónarkennara. Óskað er eftir að ráða skipulagða, sveigjanlega og skapandi grunnskólakennara með mikla hæfni í samskiptum við börn. Umsjónarkennarinn vinnur í teymi með öðrum kennurum. Í skólanum eru 100 nemendur. Á yngsta stigi verður frá haustinu 2024 einn bekkur í hverjum árgangi og í 5.-10. bekk er samkennsla tveggja árganga.
Í Þelamerkurskóla er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst, samvinnu, sveigjanleika og lausnamiðaðrar hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er heilsueflandi skóli auk þess sem áhersla er lögð á útikennslu, rafræna kennsluhætti og skapandi starf.
Lesa meira