Fréttir

Auglýst er eftir þroskaþjálfa, iðjuþjálfa eða kennara í stoðteymi skólans

Þelamerkurskóli óskar eftir að ráða þroskaþjálfa, iðjuþjálfa eða kennara í 70-100% starf í stoðteymi skólans. Ráðið verður í stöðuna til tveggja ára með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Í Þelamerkurskóla er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er heilsueflandi skóli auk þess sem áhersla er lögð á útikennslu og skapandi starf. Leitað er eftir einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við kennara, foreldra og stjórnendur skólans.
Lesa meira

Innritun nýrra nemenda í skólann

Á neðangreindri slóð má finna upplýsingar um innritun nýrra nemenda við skólann.
Lesa meira

Árshátíð Þelamerkurskóla - upptaka

Upptaka af árshátíð Þelamerkurskóla 2023 er nú komin á heimasíðuna. Árshátíð 2023
Lesa meira

Vordagar - myndir

Á vordögum var margt skemmtilegt í gangi í skólanum og nemendur ljómuðu upp til hópa í fjölbreyttum verkefnum og leik. Í vorferðinni okkar fengum við dýrðlegt veður og nemendur nutu sín gríðarlega vel í sandkastalagerð í stórri fjöru, ljósmyndaratleik, safnaferð og sundi. Á Þelamerkurleikunum reyndu nemendur við ýmis verkefni, eins og að kasta stígvéli og bolta, stökkva langstökk, hlaupa tröppuhlaup eða bera brúsa í bændagöngu. Vorhátíðin okkar var svo lífleg og skemmtileg að vanda og lauk með skólaslitum, fyrst þeirra yngri og síðar um daginn þeirra eldri.
Lesa meira

Þroskaþjálfi við Þelamerkurskóla - auglýsing

Þelamerkurskóli óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í 70-100% starf í stoðteymi skólans. Ráðið verður í stöðuna til tveggja ára með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Í Þelamerkurskóla er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er heilsueflandi skóli auk þess sem áhersla er lögð á útikennslu og skapandi starf. Leitað er eftir einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við kennara, foreldra og stjórnendur skólans.
Lesa meira

50% starf skólaritara laust til umsóknar

Við Þelamerkurskóla er laus til umsóknar 50% staða skólaritara á skrifstofu skólans. Starfið felur í sér ýmis skrifstofustörf tengd skipulagi skólastarfs og þjónustu við nemendur. Í Þelamerkurskóla er starfað með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er heilsueflandi skóli auk þess sem áhersla er lögð á útikennslu, rafræna kennsluhætti og skapandi starf.
Lesa meira

Laus staða umsjónarkennara á yngsta stigi

Við Þelamerkurskóla er laus til umsóknar staða umsjónarkennara á yngsta stigi. Óskað er eftir að ráða skipulagðan, sveigjanlegan og skapandi grunnskólakennara með mikla hæfni í samskiptum við börn. Umsjónarkennarinn vinnur í teymi með öðrum kennurum. Í skólanum verða frá haustinu 95 nemendur. Tveggja árganga samkennsla er frá 3. bekk og uppúr.
Lesa meira

Stóra upplestrarhátíð 7. bekkinga

Í gær fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk en á lokahátíðinni lásu tveir fulltrúar frá hverjum af sex skólum við Eyjafjörð bæði texta og ljóð fyrir fullum sal af áhorfendum. Nemendur hafa síðustu vikur og mánuði æft upplestur á ólíkum textum í bundnu og óbundnu máli og hafa einnig fengið leiðsögn um líkamstjáningu, stöðu, augnsamband við áhorfendur og raddbeitingu. Það var mjög ánægjulegt að hlusta á þessa flottu krakka sem greinilega höfðu lagt mikið á sig í æfingaferlinu. Okkar fólk, Hector Leví og Efemía Birna stóðu sig virkilega vel og það fór ekki á milli máli að þau hafa bæði öðlast dýrmæta reynslu og færni með þátttöku sinni. Við óskum þeim innilega til hamingju með góða frammistöðu.
Lesa meira

Frábær frammistaða í Skólahreysti og Íslandsmet slegið!

Í kvöld tók vaskur hópur úr Þelamerkurskóla þátt í Skólahreysti ásamt níu öðrum skólum. Krakkarnir sýndu kraft og dugnað og stóðu sig öll vel. Fyrir hönd skólans kepptu þau Ester Katrín, Björn Sigurður, Sandra Björk og Jósef Orri. Það er skemmst frá því að segja að Ester Katrín bætti ekki bara eigin sigurtíma frá síðasta ári í hreystigreip, heldur sló hún Íslandsmet og hefur þarmeð hangið lengst allra á stönginni frá upphafi Skólahreystis! Ester hékk í 17 mínútur og 20 sekúndur, sem er mikið afrek. Við óskum Ester og liðsfélögum hennar innilega til hamingju með frábæra frammistöðu og þökkum grænu og glöðu stuðningsliði fyrir kraftinn í stúkunni.
Lesa meira

Lið Þelamerkurskóla hreppti 3. sæti í Fiðringi

Eftir að hafa komist áfram í undankeppni Fiðrings í síðustu viku, slógu þær Juliane Liv, Kaja Líf, Lára Rún og Ester Katrín í gegn á sviðinu í Hofi í gær, á sjálfu úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar, fyrir fullum sal af áhorfendum. Lilja Lind sá um tæknimálin fyrir hópinn og Margrét Sverrisdóttir leikkona var stelpunum til halds og traust í hugmynda, hönnunar og æfingaferlinu. Frammistaða hópsins var stórkostleg og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn. Stelpurnar sömdu atriði sitt sjálfar frá grunni og tókust þær af krafti á við mikilvæg málefni kynjafræðinnar.
Lesa meira